Skipulags- og umhverfisráð

19. fundur 08. mars 2024 kl. 09:00 - 11:20 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Pálmi Kristjánsson
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Vegna misbrests á innsendingu fundargagna fyrir fyrsta lið á dagskrá var lagt til að málið yrði tekið á dagskrá fundarins með afbrigðum.
Samþykkt samhljóða.

1.Norður og Suður Foss

2403004

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um matsskyldufyrirspurnar vegna ferðaþjónusta á Norður- og Suður-Fossi.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við niðurstöðu matsskyldufyrirspurnar um að framkvæmdin þurfi ekki að fara í gegnum umhverfismat.
Ráðið vill þó benda framkvæmdaaðila á að við umfangsmiklar framkvæmdir þá sé einnig nauðsynlegt að líta til ákvæða 4. kafla aðalskipulags Mýrdalshrepps um Byggð, menningu og samfélag sem fjallar um mikilvægi þess að búsetukostir séu til staðar. Eini fyrirvarinn sem ráðið gerir við matsskyldufyrirspurnina er sá að fjöldi starfsfólks sé e.t.v. vanáætlaður m.v. umfang starfseminnar sem er fyrirhuguð.

2.Ránarbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi

2312001

Falk Krüger f.h. Pís ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Ránarbraut 1 í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Króktún 7 - Umsókn um byggingarleyfi

2402003

Birkir Kúld f.h. Andrzej Zubrzycki óskar eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Króktún 7 þannig að skyggni við innganga geti verið um 90 cm og svalir og útitröppur geti verið utan byggingarreits.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

4.Sunnubraut 18 - Umsókn um byggingarleyfi

2308023

Drífa Bjarnadóttir f.h. Lindarfiskur ehf. sækir um leyfi til stækkunnar og breytingar á notkun fiskvinnsluhúss (mhl.02) við Sunnubraut 18, í samræmi við framlögð gögn.
DB og JÓF véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð vísar í skilmála aðalskipulags sem kveða á um að byggt skuli á steyptri botnplötu og framkvæmdin mun þurfa að taka mið af þeim skilmálum. Ráðið telur að breytingar á notkun hússins samræmist að öðru leyti ákvæðum aðalskipulags og gerir ekki athugasemd við útlit hússins og telur að brugðist hafi verið við athugasemdum hvað það varðar. Ráðið undirstrikar að við frekari hönnun á húsinu þurfi að líta til þess að það uppfylli kröfur byggingarreglugerðar og brunavarna.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt MÖS, ÓÖ, SSÞ, ÞLV
ÓG sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
Fyrir 10 árum síðan voru allt aðrar forsendur fyrir því að leyfa uppsetningu þessara frystigáma undir fiskvinnslu. Þá þótti of róttækt að byggja undir þetta tilraunaverkefni og gámarnir góður kostur. Í dag er fiskvinnslan hætt og því ekki grundvöllur fyrir að leyfa þessa gáma lengur. Að veita Leyfi fyrir veitinga- og/eða gistirekstur í frystigámum stenst ekki þær kröfur og væntingar sem íbúar setja á okkar aðal atvinnugrein ferðaþjónustuna. Með því að heimila þetta er komið fordæmi sem við sjáum ekki fyrir endann á. Í dag eru allar forsendur fyrir því að byggja undir ferðaþjónustu í Vík og nágrenni. Þessi tiltekna lóð er stór og skilgreind sem miðsvæði í dag á aðalskipulagi. Þarna eru frábærir möguleikar á vandaðri og góðri uppbyggingu á öllu því sem miðsvæði hefur upp á að bjóða.

5.Sunnubraut 15 - Byggingarleyfi

2403002

Sigurður Elías Guðmundsson f.h. E.Guðmundsson ehf leitar eftir álit skipulags- og umhverfisráðs á fyrirhugaðri breytingu á gömlu verkstæði við Sunnubraut 15 í veitingastað á neðri hæð og hverfisbar með afþreyingu fyrir gesti á efri hæð t.d. biljardborð, borðtennis, pílukast o.s.frv.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við breytingu á notkun hússins í samræmi við fyrirspurnina.
Ráðið ítrekar þó ákvæði aðalskipulags um fjölda bílastæða sem þarf fyrir verslun og þjónustu. Rekstrarleyfi verður því háð því að rekstraraðili geti á hverjum tíma sýnt fram á að þeim ákvæðum sé fylgt, komi til þess að ákvæðin séu ekki uppfyllt þá mun það leiða til afturköllunar rekstrarleyfis. Eins vill ráðið benda á að ekki verður hægt að skilgreina bílastæði við austurhlið hússins þar sem þar er gert ráð fyrir gangstétt.

6.Leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur

2403003

Beiðni frá enskumælandi ráðs.

Ráðið leggur til við Skipulags- og umhverfisráð að skoðað verði hvar hægt verði að skipuleggja leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur. / The council proposes to the Planning and Environment Council to look into where it is possible to plan a playground for children and families.
Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í fyrirspurn enskumælandi ráðs. Ráðið leggur til að framkvæmd verði könnun þar sem íbúum gefst kostur á að koma með hugmyndir um útfærslu á leik- og útisvæði á Guðlaugsbletti og felur sveitarstjóra framgang málsins.

7.Austurvegur 7 - stöðuleyfi

2402002

Michal Stanislaw Ladaczek sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir matarvagn við Austurvegi 7.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.

8.Skammidalur 2 - umsókn um stöðuleyfi

2403001

Lára Oddsteinsdóttir f.h. Ausur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúð við Skammadal 2, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 11:20.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir