Skipulags- og umhverfisráð

21. fundur 10. maí 2024 kl. 09:00 - 10:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Pálmi Kristjánsson
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.ASK ÓBR - Hestamannasvæði

2402019

Lögð er fram tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps sem felur í sér að afmörkun fyrir íþróttasvæði ÍÞ2 (hestamannasvæði) er færð til austurs og opna svæðið OP8 stækkar úr 20 ha í 20.5 ha.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.

2.ASK BR - Tjaldsvæði í Vík og nærumhverfi

2310010

Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Breytingin felur í sér stækkun íbúðarbyggðar (ÍB7) til austurs og reitur verslunar og þjónustu (VÞ6) minnkar sem því nemur. Reit VÞ6 er skipt upp í tvo reiti, þar sem VÞ6 er sem áður tjaldsvæðið í Vík en sá hluti VÞ6 sem er við Sléttuveg verður VÞ44 og fær nýja skilmála. Einnig er bætt við nýjum reit fyrir samfélagsþjónustu (S6) innan reits VÞ6 og minnkar verslunar- og þjónustusvæði sem því nemur.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

3.DSK BR - Tjaldsvæðið og nærumhverfi

2210006

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal og nærumhverfi þess. Um er að ræða verslunar- og þjónustusvæði, íbúðarbyggð og samfélagsþjónustu í austurhluta Víkur. Innan svæðisins verður tjaldsvæði, íbúðarbyggð, þjónustukjarni fyrir eldri borgara, verslanir og þjónusta.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK ÓBR - Mennta- og heilsusvæði í Vík

2303005

Lögð fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að byggingareit fyrir sundlaug og sundlaugaraðstöðu er breytt og skilgreind er ný lóð fyrir líkamsrækt.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Króktún 11 - Byggingarleyfi

2212003

Natalia Zams og Jaroslaw Arkadiusz Kalandyk óska eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Króktún 11 þannig að útitröppur geti verið utan byggingarreits.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Sunnubraut 26 - leyfi

2405004

Kristján Þórðarson f.h. Framrás ehf. sækir um leyfi fyrir 10m² garðhúsi og stækkun sólpalls við Sunnubraut 26, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði leyfi skv. umsókninni.

7.Króktún 11 - umsókn um stöðuleyfi

2405001

Jaroslaw Arkadiusz Kalandyk sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Króktún 11, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði leyfi skv. umsókninni.

8.Sölheimajökulsmelar - umsókn um stöðuleyfi

2405005

Sara Ósk Rúnarsdóttir og Daniel Janos Balogh sækja um stöðuleyfi fyrir matarvagn við bílastæði vð Sólheimajökulsmela, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði leyfi skv. umsókninni.
Fylgiskjöl:

9.Lóðamörk

2405006

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Klettsvegi spennistöð, Sléttuvegi dæla og Smiðjuvegi 7.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrir sitt leyti framlögð lóðarblöð.

10.Norður og Suður Foss

2403004

Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu á fyrirhugaðri framkvæmd við Norður- og Suður Foss.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir