Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulag Mýrdalshrepps fyrir Litlu-Hóla. Breytingin felur í sér að bætt verði við nýju 0,5ha verslunar- og þjónustusvæði á Litlu Hólum, með heimild fyrir allt að 500m² byggingarmagni og 20 gistirúmum. Fær svæðið númerið VÞ45 og er auðkennt með hringtákni á uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst.
Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags Mýrdalshrepps. Breytingin felur í sér stækkun íbúðarbyggðar (ÍB7) til austurs og reitur verslunar og þjónustu (VÞ6) minnkar sem því nemur. Reit VÞ6 er skipt upp í tvo reiti, þar sem VÞ6 er sem áður tjaldsvæðið í Vík en sá hluti VÞ6 sem er við Sléttuveg verður VÞ44 og fær nýja skilmála. Einnig er bætt við nýjum reit fyrir samfélagsþjónustu (S6) innan reits VÞ6 og minnkar verslunar- og þjónustusvæði sem því nemur.
Skipulagið var auglýst frá 17. júlí til og með 1. september 2024.
Engar athugasemdir bárust en umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að nýju deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið í Vík og nærumhverfi. Um er að ræða verslunar- og þjónustusvæði, íbúðarbyggð og samfélagsþjónustu í austurhluta Víkur. Innan svæðisins verður tjaldsvæði, íbúðarbyggð, þjónustukjarni fyrir eldri borgara, verslanir og þjónusta.
Skipulagið var auglýst frá 17. júlí til og með 1. september 2024.
Engar athugasemdir bárust en umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Steinþór Vigfússon f.h. Hótel Dyrhólaey ehf. sækir um leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu við Kaldrananes (163046).
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
6.DSK Kaldrananes
2409007
Lögð er fram tillaga um nýju deiliskipulagi fyrir Kaldrananes (163046).
Ráðið frestar afgreiðslu málsins vegna yfirstandandi aðalskipulagsbreytinga sem snerta skilmála sem vísað er í í tillögunni og felur skipulagsfulltrúa að koma öðrum ábendingum á framfæri.
Elín Einarsdóttir óskar eftir að stofna lóð í óskiptu sameignalandi Ytri-Sólheima.
Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Götur með fyrirvara um að samþykki allra landeiganda liggi fyrir.
8.Hátún 27 - Byggingarleyfi
2308001
Ellert Hreinsson f.h. Beata Monika Rutkowska óskar eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Hátún 27 þannig að hluti að fyrirhugaðs húss falli frá byggingarlínukröfu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.