Vigfús Þór Hróbjartsson f.h. eigenda Hótel Dyrhólaeyjar ehf. og Háaskóls ehf. sendir inn beiðni um endurskoðun á heimiluðu byggingarmagni á svæðum VÞ26 og VÞ27.
SV vikur af fundi með afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerðar verði breytingar á almennum skilmálum um verslun- og þjónustusvæði þar sem hámarks byggingarmagn verði 8.000 m2 og hámark 400 gistirúm í dreifbýli. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.
2.ASK BR - Höfðabrekka og breyting á skilmálum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðarland
2312002
Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju íbúðarsvæði (ÍB10) við verslunar- og þjónustusvæði Hótels Kötlu (VÞ38) Höfðabrekku.
Almennum ákvæðum um íbúðir á verslunar- og þjónustusvæðum er breytt og verða íbúðir óheimilar, bætt er við kafla um íbúðarbyggð í dreifbýli og settir skilmálar fyrir slík svæði.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að forkynna fyrirliggjandi tillögu með umræddum breytingum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að nýju deiliskipulag fyrir Hjörleifshöfða (AF14) eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðarinnar.
Skipulagið var auglýst frá 22. maí til og með 3. júlí 2024 og bárust engar athugasemdir en umsagnir frá Slökkviliði Mýrdalshrepps (SM), Vegagerðinni, Umhverfisstofnun (UST), Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) og Rarik.
Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
4.DSK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)
2109025
Lögð er fram til samþykktar breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónusta við Sólheimajökul (AF5) Sólheimajökulsmelar eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Veðurstofunnar.
Skipulagið var auglýst frá 1. maí til og með 12. júní 2024 og bárust engar athugasemdir en umsagnir frá Umhverfisstofnun (UST) og Veðurstofa Íslands (VÍ).
Skipulag- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að nýju deiliskipulag fyrir hverfið Bakkar í Vík í Mýrdal.
Skipulagið var auglýst frá 26. ágúst til og með 6. október 2024 og bárust engar athugasemdir en umsagnir frá Slökkviliði Mýrdalshrepps (SM), Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulags- og umhverfisráð tekur ekki undir athugasemdir Vegagerðarinnar og telur ekki forsvaranlegt að loka núverandi aðkomu að hverfinu frá þjóðvegi þar sem þá yrði einungis ein tenging inn og út úr því. Miklu máli skiptir að huga að öryggisþáttum og að greiðfær leið sjúkra- og slökkvibíla verði áfram um hverfið og að möguleiki sé þá að komast að því gegnum núverandi vegtengingar. Í nýju deiliskipulagi Bakka er ekki verið að endurhanna vegtengingar að hverfinu og tekur það því ekki til hönnunar á tengingu við þjóðveg.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Anna Bragadóttir (EFLU verkfræðistofa) f.h. LavaConcept Iceland ehf. sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi efnisvinnslusvæði I7.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
7.DSK BR - Efnisvinnslusvæði við Vík (I7)
2409013
Lögð er fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi efnisvinnslusvæði I7.
Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir starfsmannaaðstöðu, staðsetning hreinsivirkis og gert grein fyrir vatnsnotkun.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki landeiganda og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á sandi á næstu 15 árum úr Höfðafjöru (E14).
Framkvæmdin er í samræmi við umhverfismat framkvæmdarinnar en Skipulagsstofnun gaf út álit um framkvæmdina þann 4. Mars 2024.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði framkvæmdaleyfi skv. umsókninni.
Sótt er um 10 fm lóð á suðausturhorni lóðar Austurvegar 20, á lóðinni er áætlað að setja upp inntakshús að stærð 2.2x2.2 fyrir dreifingu til handa hleðslustöðvum á fyrirgreindri lóð. Lóðin og smáhýsið mun vera í eigu Instavolt Iceland en Rarik mun eiga búnaðinn í hýsinu sjálfu.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við úthlutun lóðar fyrir dreifistöð utan Austurvegar 20. Ráðið mælist til að inntakshúsinu verði fundinn staður innan lóðar Austurvegar 20 eða RARIK.
Ráðið bendir einnig á að eingöngu er gert ráð fyrir 6 hleðslustöðvum á Austurvegi 20 skv. samþykktum aðaluppdrætti.
Andri Páll Hilmarsson f.h. Rarik sækir um stækkun lóðarinnar Víkurbraut 23, í samræmi við framlagð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti slökkviliðsstjóra.
11.Golfvöllurinn Vík - Umsókn um stöðuleyfi
2409015
Holly Keyser f.h. Skool Beans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn við golfvöllinn í Vík.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með fyrirvara um að krafa kunni að vera gerð um að matarvagninn verði færður með 60 daga fyrirvara vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerðar verði breytingar á almennum skilmálum um verslun- og þjónustusvæði þar sem hámarks byggingarmagn verði 8.000 m2 og hámark 400 gistirúm í dreifbýli. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.