Skipulags- og umhverfisráð

26. fundur 08. nóvember 2024 kl. 09:00 - 10:15 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.ASK BR - Höfðabrekka og breyting á skilmálum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðarland

2312002

Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju íbúðarsvæði (ÍB10) við verslunar- og þjónustusvæði Hótels Kötlu (VÞ38) Höfðabrekku. Almennum ákvæðum um íbúðir á verslunar- og þjónustusvæðum er breytt og verða íbúðir óheimilar, bætt er við kafla um íbúðarbyggð í dreifbýli og settir skilmálar fyrir slík svæði.

Skipulagstillaga var kynnt frá 25. október til og með 3. nóvember 2024 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni.

Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

2.ASK ÓBR - Brekkur og Ás

2308029

Lögð er fram tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps sem felur í sér að afmörkun fyrir reit VÞ27 Brekkur og Ás sé breytt þannig að sá reitur stækkar úr 2,8 ha í 3,4 ha og einnig er byggingamagn aukið úr 6.400 m² í 8.000 m².
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.

3.DSK - Brekkur og Ás (Hótel Dyrhólaey)

2409010

Lögð er fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ás og Hótel Dyrhólaey. Breytingin snýr um skilgreiningu á byggingarreit og byggingarheimildir á lóð hótelsins, Brekkur 1 lóð L179560 auk þess sem lega lóðarinnar eru endurskilgreind m.t.t. uppmælinga á svæðinu.

Einnig eru skilgreindar afmarkanir lóðar Í2 og Í3 lagfærðar lítillega í takt við mælingar og byggingarreit Í3 breytt í takt við þau hús sem byggð hafa verið innan reisins.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeim fyrirvara að aflað verði samþykkis eigenda aðliggjandi jarða og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið mælist til þess að skilmálar aðalskipulags Mýrdalshrepps verði endurskoðaðir og samræmdir við deiliskipulag svæðisins.

4.Hönnun á Guðlaugsbletti

2405008

Lagðar fram til umræðu tillögur um útisvæði á Guðlaugsbletti.
Skipulagsfulltrúa falið að útfæra nánari tillögu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Hönnun nýrrar líkamsræktar - New gym design

2209027

Hönnun nýrrar líkamsræktar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir