Skipulags- og umhverfisráð

27. fundur 13. desember 2024 kl. 09:00 - 11:28 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Salóme Svandís Þórhildardóttir
  • Pálmi Kristjánsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043

2408014

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2023-2043.

Um er að ræða endurauglýsingu á tillögu sem var síðast auglýst árið 2022 en hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá.



https://skipulagsgatt.is/issues/2024/873
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að náið samráð verði viðhaft á milli Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps um frekari útfærslu á mögulegum efnisflutningum frá Hafursey þar sem ný útfærsla gerir ráð fyrir að flutningsleið tengist á milli sveitarfélaganna. Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við tillögu aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043.

2.ASK BR - Norður-Foss og Suður-Foss

2306005

Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.

Breytingin felur í sér skiptingu verslunar- og þjónustusvæðis VÞ33 Norður-Foss þar sem svæðinu er skipt í tvö svæði og fær nýtt verslunar- og þjónustusvæði heitið VÞ46 Suður-Foss.

Einnig er bætt við svæði fyrir íbúðarbyggð, ÍB11, við hlið verslunar- og þjónustusvæðanna.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að forkynna fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.

3.DSK - Iðnaðarsvæði

2411005

Lögð er fram tillaga um nýju deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði í Vík ásamt fjörunni og sjónum þar fyrir neðan (I1, I2, OP1 og V8).
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK Austurhluta Víkur

2307001

Lögð er fram tillaga um breyting a deiliskipulagi fyrir Austurhluta Víkur (M6, M7, VÞ7, VÞ10, VÞ11, VÞ12, VÞ13, AT1 og I2).
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að byggingarreitur fyrir hleðslustöðvar nyrst á lóðinni Austurvegi 20 verði færður til suðurs og að framkvæmdaaðili taki mið af þegar framkomnum tilmælum sveitarfélagsins um að spennihús fyrir hleðslustöðvar verði staðsett við fyrirhugaða lóð RARIK á mörkum Austurvegar 18 og 20. Jafnframt felur ráðið sveitarstjóra að kanna hvernig framkvæmdaaðili á Austurvegi 20 hyggist uppfylla áður framkomin skilyrði sveitarfélagsins um að slökkvivatn verði tryggt, sem var lykilforsenda fyrir stækkun lóðarinnar og að hægt væri að stækka mannvirki á lóðinni.
Ráðið mælist til þess að við næstu endurskoðun aðalskipulags verði iðnaðar- og athafnalóðir á skipulagssvæðinu skilgreindar sem víkjandi og að þær verði í framhaldinu skilgreindar sem verslunar- og þjónustulóðir.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Víkurbraut 19 - Umsókn um byggingarleyfi

2408011

Vígfús Halldórsson f.h. Gísla Daníels Reynissonar sækir um leyfi til að byggja forstofu sem mun tengja mhl.02 (fyrrum bílskúr) við íbúðarhúsið, í samræmi við framlögð gögn.
ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Framkvæmdaleyfi til skógræktar

2412006

Kolviður óskar eftir umsögn Mýrdalshrepps um mögulegt framkvæmdaleyfi til skógræktar á landi Steigar L163109.
Ráðið bendir á að svæðið sem um ræðir er ekki skilgreint sem skógræktarsvæði á aðalskipulagi. Ráðið felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að funda með málsaðila og ræða framhaldið.

7.Stóri-Dalur, Fjós og Breiðahlið - landamerkjayfirlýsingu

2101012

Sótt er um staðfestingu á afmörkun milli jarðanna Breiðuhlíðar (162997), Stóra-Dals (163113) og Fjósa (163016), í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkun verði samþykkt.

8.Víkurbraut 21A - Stöðuleyfi

2412005

Fasteignafélagið Vestur-Vík ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 40ft. gám, í samræmi við framlögð gögn.
ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Ráðið bendir umsækjanda á að hægt sé að sækja um geymslulóð eða á gámasvæði sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:28.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir