Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Breytingin felur í sér skiptingu verslunar- og þjónustusvæðis VÞ33 Norður-Foss þar sem svæðinu er skipt í tvö svæði og fær nýtt verslunar- og þjónustusvæði heitið VÞ46 Suður-Foss. Einnig er bætt við svæði fyrir íbúðarbyggð, ÍB11, við hlið verslunar- og þjónustusvæðanna.
Skipulagstillaga var kynnt frá 3. janúar til og með 26. janúar 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
Lögð er fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi Norður-Foss.
Ráðið samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010, með fyrirvara um að gætt verði samræmis við aðalskipulagsbreytingu vegna lagna- og veitumála.
3.DSK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)
2109025
Lögð er fram til samþykktar breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónusta við Sólheimajökul (AF5) Sólheimajökulsmelar eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagstofnun.
Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar.
Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.
Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi fyrir Geirsholt og Þórisholt land eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagstofnun.
Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagið.
Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.
Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi fyrir Litla-Hvamm (L173920) eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagstofnunni.
Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagið.
Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna. Ráðið leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að bæta útsýni að Skógafossi við grisjun á skógrækt sem er í nágrenni svæðisins.
7.Kerlingadalur 4 - Stofnun lóðar
2502006
Oddur Hermannssson f.h. Karl Palmasonar óskar eftir að stofna lóð í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki samþykkt erindið. Ráðið vísar í ákvæði aðalskipulags og mælist til þess að svæðið verði deiliskipulagt áður en lóðir verða stofnaðar. Eins gerir ráðið kröfu um að lóðir verði stofnaðar undir hús sem áður voru reist á grundvelli stöðuleyfis. Umsækjanda er enn fremur bent á að leyfi allra landeiganda þarf til framangreinds.
Crepis ehf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir matarvagn við Austurvegi 7.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni með þeim fyrirvara að leyfi lóðarhafa verði einnig aflað.
9.Klettsvegur 14 - Stöðuleyfi fyrir vinnubúðir
2502004
E.Guðmundsson ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir við Klettsveg 14, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.