Skipulags- og umhverfisráð

29. fundur 14. mars 2025 kl. 09:00 - 11:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og umhverfisráð sendir einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda Pálma Kristjánssonar. Ráðsmeðlimir vilja koma á framfæri þakklæti fyrir samfylgdina og framlag hans til samfélagsins í Mýrdalshreppi.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1

2503002F

Lögð fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Afgreiðlsu frestað og málinu vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
    Bókun fundar Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga með fyrirvara um að jákvæð umsögn nágranna liggi fyrir.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Afgreiðlsu frestað og málinu vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Bókun fundar Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem  hagsmunir nágranna skerðist að engu.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1 Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
    - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
    - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.ASK BR - Litlu-Hólar

2404008

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Litlu-Hóla.

Breytingin felur í sér að bætt verði við nýju 0,5ha verslunar- og þjónustusvæði á Litlu Hólum, með heimild fyrir allt að 500m² byggingarmagni og 20 gistirúmum. Fær svæðið númerið VÞ45 og er auðkennt með hringtákni á uppdrætti.

Skipulagið var auglýst frá 14. janúar til og með 25. febrúar 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Slökkvilið Mýrdalshrepps(SM) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL).
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Litlu-Hóla og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

3.ASK BR - Höfðabrekka og breyting á skilmálum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðarland

2312002

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Höfðabrekku og breyting á skilmálum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðarland.

Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju íbúðarsvæði (ÍB10) við verslunar- og þjónustusvæði Hótels Kötlu (VÞ38) Höfðabrekku. Almennum ákvæðum um íbúðir á verslunar- og þjónustusvæðum er breytt og verða íbúðir óheimilar, bætt er við kafla um íbúðarbyggð í dreifbýli og settir skilmálar fyrir slík svæði.

Skipulagið var auglýst frá 20. janúar til og með 3. mars 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Slökkvilið Mýrdalshrepps(SM), Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL), Veðurstofa Íslands(VÍ) og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Höfðabrekku, samhliða breytingu á skilmálum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðarland og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að eigandi láti útbúa ítarlegt hættumat sem liggi fyrir áður en frekari uppbygging fer fram við Höfðabrekku.

4.DSK - Iðnaðarsvæði

2411005

Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði í Vík í Mýrdal.

Hér er um að ræða nýtt deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið í Vík ásamt hluta Víkurfjöru og sjónum þar fyrir neðan. Svæðið er innan þéttbýlismarka og er skilgreint sem iðnaðarsvæði (I1 og I2), opið svæði (OP1) og Vötn, ár og sjór (V8) í aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021‐2033.

Skipulagið var auglýst frá 14. janúar til og með 25. febrúar 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Náttúruverndarstofnun, Rarik, Slökkvilið Mýrdalshrepps(SM), Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL) og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. Ráðið telur mikilvægt að áfram verði gert ráð fyrir tengingu við Smiðjuveg milli hringtorga í skipulaginu. Vel er hægt að tryggja umferðaröryggi með góðu móti með gerð fráreina og vasa fyrir vinstri beygjur og ráðið óskar eftir góðu samstarfi við Vegagerðina við hönnun á þeim.

5.DSK - Vesturhluta Víkurþorps

2009002

Lögð er fram til samþykktar uppfærð lýsing á deiliskipulagi vesturhluta Víkurþorps.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Króktún 7 - umsókn um stöðuleyfi

2502009

Anna Natalia Niemiec sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Króktún 7, í tengslum við framkvæmdir á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir