2105021
Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Ytri-Sólheimar 1, 1a og lóð. Aðalskipulags breytingin felst í stækkun verslunar- og þjónustusvæðis V26, gisti- og ferðaþjónusta, úr 1,2 ha í 4,77 ha. Nýtingarhlutfall verður 0,1 og þar af leiðandi verður heimild fyrir allt að 4.770 m² byggingarmagni.
Skipulagið var auglýst frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Minnjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofa Íslands (VÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL).