Skipulags- og umhverfisráð

4. fundur 09. nóvember 2022 kl. 10:30 - 13:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
    Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Steinþór Vigfússon nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033

1908012

Aðalskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var kynnt á íbúafundi þann 24. ágúst og hefur verið send til umsagnaraðila. Tillagan og umhverfisskýrslan er nú lögð fyrir til umfjöllunar og samþykktar til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu að endurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033 og umhverfismatsskýrslu til auglýsingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá gögnunum og senda þau til Skipulagsstofnunar til athugunar.

Samþykkt: MÖS, DB, PT, ÓG
Á móti: SV

SV óskar bókað:
Ég greiði atkvæði á móti afgreiðslu aðalskipulagsins vegna áætlana um vegalagningu um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall. Þessar áætlarnir eru tímaskekkja, draugur úr fortíðinni. Gangi þessar áætlanir eftir mun verða umhverfisslys og óafturkræfar skemmdir á Mýrdal og umhverfi Dyrhólaóss. Ef af þessum framkvæmdum verður mun Víkurfjara verða eyðilögð ásamt suðurhluta þorpsins í Vík. Fyrirhugaður þjóðvegur verður t.d. í um 50-60 metra fjarlægð frá nýja leikskólanum. Sú fullyrðing að þessi fráleita framkvæmd færi veginn út fyrir þorpið er beinlínis röng.

Fulltrúar B-lista óska bókað:
Fulltrúar B-lista mótmæla því að færsla vegarins sé tímaskekkja. Umferð um sveitarfélagið hefur stóraukist á síðustu árum og full ástæða er til að hugað sé að framtíðarlegu vegarins. Vegagerðin vinnur nú að umhverfismati framkvæmda vegna nýs vegar um Mýrdal og á grundvelli þeirrar vinnu fæst niðurstaða í málið. Víkurfjara er þegar mjög manngerður staður með landgræðslu- og sjóvarnaraðgerðum og vel er hægt að útfæra veglagningu án þess að hún eyðileggi Víkurfjöru.

2.DSK Fitin

2201025

Lögð er fram til umræðu greinagerð deiliskipulags Fitja.
Umsagnir við skipulagslýsingu á deiliskipulagi Fitsins eru þær sömu og fyrir Bakka og hafa verið kynntar á fyrri fundi.
Skilmálar skipulagsins verða ræddir frekar á vinnufundi ráðsins.

3.Mylluland 7 - BR DSK

2210025

Sæunn Elsa Sigurðardóttir og Guðjón Þorsteinn Guðmundsson óska eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að við Mylluland 7 verði heimild til að byggja íbúðarhús með þremur íbúðum í stað tveggja íbúða.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Deiliskipulag fyrir Túnahverfið er nýlega samþykkt og allir skilmálar lágu því skýrt fyrir áður en lóðinni var úthlutað. Ráðið bendir á að tvær lóðir við sömu götu eru lausar til umsóknar sem skipulagðar eru með þremur íbúðum.
Fylgiskjöl:

4.Króktún 9 - Umsókn um byggingarleyfi

2210002

Jón Stefán Einarsson f.h. Þórey Richard Úlfarsdóttir óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skv. 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 þannig að skálínu byggingareits breytist í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið mælist til þess að útigeymsla skv. framlagðri grunnmynd verði færð innan byggingarreits.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir