Skipulags- og umhverfisráð

5. fundur 07. desember 2022 kl. 10:30 - 12:24 Leikskálar
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
    Aðalmaður: Magnús Örn Sigurjónsson
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Gerð var tillaga um að eftirfarandi mál yrðu tekin á dagskrá fundarins:
2212008 - Kynning frá ÖÓ ehf.
2210014 - Fjárhagsáætlun 2023
Samþykkt

1.Kynning frá ÖÓ ehf.

2212008

Brynjar Ögmundsson kynnir starfsemi Ögmundar Ólafssonar ehf.
Ráðið þakkar Brynjari fyrir greinargóða kynningu á fyrirkomulagi sorphirðu og urðunar í sveitarfélaginu.

2.Fjárhagsáætlun 2023

2210014

Sveitarstjóri flytur kynningu á fjárhagsáætlun 2023-2026 eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.DSK - Reynir

2211019

Ólafur Steinar Björnsson sækir um leyfi til að láta vinna deiliskipulag fyrir gisti- og ferðaþjónusta á landi Reynis, svæði sem er skilgreint VÞ30 - verslun og þjónusta í Aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

4.DSK BR Pétursey 2

2212002

Bergur Elíasson sækir um leyfi til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Pétursey 2.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagi svæðisins verði breytt í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

5.Stöðuleyfi við Víkurbraut

2212004

Gísli Daníel Reynisson f.h. Mýrdælingur ehf sækir um stöðuleyfi fyrir gáma, í samræmi við framlögð gögn.
ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið telur ekki unnt að verða við erindinu en bendir á að hægt er að sækja um á gámasvæði sveitarfélagsins á Smiðjuvegi.

6.Suðurvíkurvegur 1 - Ruslatunnuskýli

2211009

Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir f.h. Veitingahússins Suður-Víkur ehf. óska eftir leyfi til að reisa ruslatunnuskýli í samræmi við framlögð gögn.
ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa er jafnframt falið að útfæra lausn sem tryggir aðgengi lóðarhafa Suðurvíkurvegar 1 og 3.

7.Króktún 11 - Byggingarleyfi

2212003

Natalia Zams og Jaroslaw Arkadiusz Kalandyk óska eftir breytingu á deiliskipulagi skv. 3.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 þanning að lína byggingareits breytist í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið gerir ekki athugasemd við breytingu á byggingarreit m.v. framlögð gögn.

8.Austurvegur 11A - byggingarleyfi

2212005

Julie Encausse óskar eftir leyfi til að byggja bílskúr við Austurvegi 11a, í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið telur ekki unnt að verða við umsókninni m.v. framlögð gögn að teknu tilliti til brunavarna. Ráðið bendir á að heimilt er að sækja um leyfi fyrir garðhýsi en að sama skapi þyrfti slík framkvæmd einnig að taka mið af þéttleika húsa m.t.t. brunavarna.

9.Austurvegur 17 - Byggingarleyfi

2212006

Ævar Harðarson f.h. Síf Hauksdóttir sækir um leyfi að breyta svölum á 2. hæð á Austurvegi 17, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 12:24.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir