Þórðis Stella Erlingsdóttir f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að matsáætlun um efnistöku í Höfðafjöru.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að matsáætlunin taki mið af skilmálum í auglýstu endurskoðuðu aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, m.t.t. til stærðar fyrirhugaðrar námu og vinnslutíma. Skv. matsáætluninni þverar akstursleið einkaland frá efnistökusvæði um Mýrdalssand að þjóðvegi. Liggja þarf fyrir samkomulag við hlutaðeigandi áður en akstursleiðin verður skilgreind með þessu móti. Enn fremur mælist ráðið til þess að aðkoma af þjóðvegi 1 að efnisvinnslusvæði við Uxafótalæk verði skoðuð í samráði við Vegagerðina til þess að gætt verði að umferðaröryggi.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna efnisvinnsla við Vík, eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Landgræðslunni og Vegagerðinni. Skipulagið var auglýst frá 9. nóvember 2022 til og með 19. janúar 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Landgræðslunni og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar er lúta að því að því að bæta öryggi við vegtengingar og telur að brugðist hafi verið við því í tillögunni og bættar öryggivegtengingar verði unnar í samráði við Vegagerðina. Ráðið tekur fram að stöðuleyfi fyrir gáma eru veitt til árs í senn á grundvelli gjaldskrár fyrir þjónustu og leyfisveitingar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og ráðið felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Reynir.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að texti í 5.3 verði skýrður betur m.v. að um verslunar- og þjónustusvæði er að ræða. Ráðið samþykkir að öðru leyti tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu um endurskoðun og breytingu á afmörkun deiliskipulags fyrir tjaldsvæði og austurhluta Víkur.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnin verði deiliskipulög fyrir svæði VÞ5 og VÞ6 m.v. endurskoðað aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033.
Hjörðís Rut Jónsdóttir f.h. Makka ehf. óskar eftir leyfi til að stækka og breyta nokktun bílskúrs við Sunnubraut 5, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir nánari útskýringum á fyrirhugaðri nýtingu húsnæðisins.
Enn fremur mælist ráðið til þess að aðkoma af þjóðvegi 1 að efnisvinnslusvæði við Uxafótalæk verði skoðuð í samráði við Vegagerðina til þess að gætt verði að umferðaröryggi.