Skipulags- og umhverfisráð

7. fundur 08. febrúar 2023 kl. 10:30 - 12:15 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
  • Ólafur Ögmundsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Salóme Svandís Þórhildardóttir
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Efnistaka í Höfðafjöru - matsáætlun

2301011

Þórðis Stella Erlingsdóttir f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að matsáætlun um efnistöku í Höfðafjöru.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að matsáætlunin taki mið af skilmálum í auglýstu endurskoðuðu aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, m.t.t. til stærðar fyrirhugaðrar námu og vinnslutíma. Skv. matsáætluninni þverar akstursleið einkaland frá efnistökusvæði um Mýrdalssand að þjóðvegi. Liggja þarf fyrir samkomulag við hlutaðeigandi áður en akstursleiðin verður skilgreind með þessu móti.
Enn fremur mælist ráðið til þess að aðkoma af þjóðvegi 1 að efnisvinnslusvæði við Uxafótalæk verði skoðuð í samráði við Vegagerðina til þess að gætt verði að umferðaröryggi.

2.DSK - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2004005

Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna efnisvinnsla við Vík, eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Landgræðslunni og Vegagerðinni. Skipulagið var auglýst frá 9. nóvember 2022 til og með 19. janúar 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Landgræðslunni og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar er lúta að því að því að bæta öryggi við vegtengingar og telur að brugðist hafi verið við því í tillögunni og bættar öryggivegtengingar verði unnar í samráði við Vegagerðina. Ráðið tekur fram að stöðuleyfi fyrir gáma eru veitt til árs í senn á grundvelli gjaldskrár fyrir þjónustu og leyfisveitingar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og ráðið felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

3.DSK - Reynir

2211019

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Reynir.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að texti í 5.3 verði skýrður betur m.v. að um verslunar- og þjónustusvæði er að ræða. Ráðið samþykkir að öðru leyti tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK - Skammidalur 2

2301012

Lára Oddsteinsdóttir f.h. Ausur ehf. sækir um leyfi til að láta vinna deiliskipulag fyrir gisti- og ferðaþjónusta á landi Skammadals 2.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

5.DSK Tjaldsvæði og austurhluti Víkur

2210006

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu um endurskoðun og breytingu á afmörkun deiliskipulags fyrir tjaldsvæði og austurhluta Víkur.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnin verði deiliskipulög fyrir svæði VÞ5 og VÞ6 m.v. endurskoðað aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033.

6.Austurvegur 7 - Stöðuleyfi

2302001

Michal Stanislaw Ladaczek sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Austurvegi 7, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.

7.Sunnubraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

2302003

Hjörðís Rut Jónsdóttir f.h. Makka ehf. óskar eftir leyfi til að stækka og breyta nokktun bílskúrs við Sunnubraut 5, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir nánari útskýringum á fyrirhugaðri nýtingu húsnæðisins.

8.Pétursey 1 lóð (163075) - Niðurrifsleyfi

2302004

Haraldur Þórarinsson f.h. eigendur sumarbústað við Pétursey 1 lóð (163075) óskar eftir niðurrifsleyfi fyrir mannvirki.
Erindið er samþykkt og skipulags- og umhverfisráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

9.Hönnun nýrrar líkamsræktar - New gym design

2209027

Drög að aðaluppdráttum nýrrar líkamsræktar kynnt.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir