291. fundur
10. maí 2021 kl. 17:00 - 20:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
Drífa Bjarnadóttirformaður
Jónas Erlendssonnefndarmaður
Kristján Þórðarsonnefndarmaður
Óðinn Gíslasonnefndarmaður
Páll Tómassonnefndarmaður
Starfsmenn
George Frumuseluskipulagsfulltrúi
Þorbjörg Gísladóttirsveitarstjóri
Fundargerð ritaði:Þorbjörg Gísladóttir
Dagskrá
Skipulagsfulltrúi leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá fundarins:
2105022 - Tillaga um að sveitarstjórn leggi fram umsókn til Vegagerðarinnar um þriðja sandfangarann í Víkurfjöru.
Samþykkt samhljóða.
1.Víkurbraut 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
2105019
Egill Bjarnason sækir um leyfi til að breyta klæðningu á Víkurbraut 1.
Samþykkt samhljóða.
2.Austurvegur 8 og 10 - Lóðamörk
2105020
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögur að lóðamörkum fyrir lóðir Austurvegur 8 og Austurvegur 10.
Samþykkt samhljóða.
3.ASK BR - Norður-Garður 3 Frístundabyggð
2101009
Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028. Breytingin á aðalskipulaginu felur í sér að skilgreint verður nýtt 5 ha svæði fyrir frístundabyggð í landi Norður-Garðs 3, sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
4.ASK BR Ytri-Sólheima 1a.
2105021
Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu á aðalskipulagi fyrir jörðina Ytri-Sólheima 1a
Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í vinnu við tillögu að deiliskipulagi fyrir Ytri Sólheima 1a. Skipulagsnefnd leggur ríka áherslu á að tímaáætlun skipulagsvinnu standist og verkinu verði lokið fyrir febrúar 2022.
5.Tillaga um þriðja sandfangarann í Víkurfjöru.
2105022
Tillaga um að sveitarstjórn Mýrdalshrepps leggi fram umsókn til Vegagerðarinnar um þriðja sandfangarann í Víkurfjöru.
Sandfjaran austan við eystri sandfangarann í Víkurfjöru hefur færst töluvert fram í sjó á undanförnum misserum með tilkomu seinni sandfangarans og ríkjandi vindáttum sl. ár. Það er mikilvægt að reyna að verja þá landfyllingu með því að setja þriðja sandfangarann austan við þetta svæði. Ætla má að kostnaður við þessa framkvæmd verði minni en við fyrri sandfangara þar sem talsvert minna þarf af efni og hægt er að notast við hönnun á fyrri sandföngurum. Skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að leggja til við Vegagerð að hafinn verði undirbúningur að framkvæmd við þriðja sandfangarann í Víkurfjöru sem allra fyrst.
6.DSK - Víkurbraut 5
2102020
Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir við lýsingu deiliskipulags fyrir Víkurbraut 5.
Eftir að hafa farið yfir allar athugasemdir hefur skipulagsnefnd komist að þeirri niðurstöðu að engin athugasemd fyrir utan eina sem lítur að stærð á deiliskipulagssvæði eigi við á þessu stigi málsins. Nú er einugis verið að óska eftir athugasemdum við deiliskipulagslýsinguna en ekki um að ræða deiliskipulagstillögu, hún kemur fram á seinni stigum. Athugasemdir sem bárust hafa þó verið sendar til hönnuðar deiliskipulagstillögu. Varðandi athugasemd um umfang deiliskipulagssvæðis þá er heimilt samkv. gr 5.3 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að deiliskipuleggja stærra svæði en lóðamörk segja til um. Þetta felur ekki í sér samþykkt á stækkun lóðar.
2105022 - Tillaga um að sveitarstjórn leggi fram umsókn til Vegagerðarinnar um þriðja sandfangarann í Víkurfjöru.
Samþykkt samhljóða.