Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi vegna Víkurbrautar 5.
Skipulagsnefnd leggst gegn því að þaksvalir verði á húsinu, a.ö.l. samþykkir skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Michal Lenda sækir um stöðuleyfi fyrir smálistasafn við Strandveg í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa að finna hentugri stað þar sem veðurskilyrði eru betri en á umræddum stað.