Skipulagsnefnd

290. fundur 12. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.ASK BR - Hesthúsasvæði

2104011

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps varðandi hesthúsasvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og hafa samráð við hagsmunaaðila svo sem Hestamannafélagið Sindra, Golfklúbbinn í Vík og Vegagerðina. Skipulagfulltrúa er falið að ganga frá málinu.

2.Menningartengd gönguleið í Vík

2011008

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu um staðsetningu skilta og breytingu á göngustíg fyrir neðan kirkjuna.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

3.Brekkur spennistöð - Umsókn um stofnun lóðar

2104006

Marvin Ívarsson f.h.Ríkiseigna óskar eftir að stofna 56fm lóð undir spennistöð úr jörðinni Brekkur L162998, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.

4.Drög að Samþykkt um vatnverndarsvæði frá HeS. bs.

2102007

Heilbrigðisnefnd Suðurlands sendir til kynningar og umræðu hjá sveitarstjórnum nýja samþykkt um vatnsvernd á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykktinni er ætlað að vera hjálpargagn eða verkfæri fyrir starfsmenn sveitarfélaganna varðandi umgengni á vatnsverndarsvæðum og hvaða reglur gilda. Þarna er tekið saman í einu skjali þau lög og reglur sem eru í gildi og helstu kröfur um vatnsvernd til að tryggja hreint og heilnæmt neysluvatn á svæðinu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps óskar umsagnar Skipulagsnefndar um samþykktirnar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

5.Austurvegur 1 - lóðamörk

2103022

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðina Austurvegur 1 L163127.
Samþykkt samhljóða.

6.ASK BR - Mennta- og heilsusvæði í Vík

2101036

Lögð er fram tillaga um breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags Mýrdalshrepps.
Aðalskipulags breytingin fjallar um stækkunar á reit Þ7 (Þjónustustofnun)- þar sem mun koma nýr stærri leikskóli um 600 m² fyrir 60 börn á einni hæð og stækkunar á reit ÍS2 (Bakkar)- þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
DB víkur af fundi

7.Sigtún 6 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2104013

Bjarni Jón Finnsson sækir um leyfi til að breyta gluggum, endurnýja klæðningu og bæta við skyggni á Sigtún 6, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.
DB kemur aftur inná fundinn.
ÓG víkur af fundi.

8.Göngubrú

2104015

Þorgerður Gísladóttir og Óðinn Gíslason f.h. Suður-Víkur ehf. sækja um leyfi til að gera göngubrú yfir bæjarlækinn milli Suður-Víkur og Norður-Víkur, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna en vekur athygli á því að ganga þarf frá eignarhaldi áður en ráðist verður í framkvæmdir.
ÓG kemur aftur inná fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir