2102007
Heilbrigðisnefnd Suðurlands sendir til kynningar og umræðu hjá sveitarstjórnum nýja samþykkt um vatnsvernd á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykktinni er ætlað að vera hjálpargagn eða verkfæri fyrir starfsmenn sveitarfélaganna varðandi umgengni á vatnsverndarsvæðum og hvaða reglur gilda. Þarna er tekið saman í einu skjali þau lög og reglur sem eru í gildi og helstu kröfur um vatnsvernd til að tryggja hreint og heilnæmt neysluvatn á svæðinu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps óskar umsagnar Skipulagsnefndar um samþykktirnar.