Skipulagsnefnd

288. fundur 15. febrúar 2021 kl. 17:00 - 19:46 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Óðinn Gíslason
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.ASK BR - Mennta- og heilsusvæði í Vík

2101036

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags Mýrdalshrepps.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda skipulagslýsingu til auglýsingar í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar.

2.DSK - Garðakot (201756)

2011003

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi vegna Garðakot.
Skipulagið var auglýst frá 4. janúar 2021 til og með 15. febrúar 2021 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofu Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd getur ekki afgreitt málið í ljósi fram kominna athugasemda og fer fram á að umsækjandi vinni málið áfram í samstarfi við Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðina.

3.DSK - Víkurbraut 5

2102020

Ragnar Þórir Guðgeirsson f.h. Funafold ehf. sækir um leyfi til að láta vinnu deiliskipulag fyrir Víkurbraut 5.
Samþykkt samhljóða.

4.DSK - Reynisholt 1

2102008

Sigríður Ásgeirsdóttir f.h. eiganda Reynisholt 1 (163092) sækir um leyfi til að láta vinnu deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Reynisholts 1, svæði sem er skilgreint sem reitur F4 - frístundabyggð í Aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um vottað (Tveir vottar) samþykki meðeiganda. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að hugað verði að aðgengi að lóðinni við gerð deiliskipulags.

5.ASK BR - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2002015

Efla hf. leggur fram lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku- og iðnaðarsvæði í landi Fagradals og Víkur þar sem búið er að uppfæra skipulagsgögnin eftir umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 22. desember 2021.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við orðalag og efnismeðferð eftirtalinna atriða: litaval, vatnsveitu, kostnað við eftirlit með strandlengju og fjarlægja skal neðstu málsgrein i kafla 6.3. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
Að þessu uppfylltu samþykkir Skipulagsnefnd fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

6.DSK - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2004005

Efla hf. leggur fram lagfærða deiliskipulagstillögu vegna efnistöku- og iðnaðarsvæði í landi Fagradals og Víkur þar sem búið er að uppfæra skipulagsgögnin eftir umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 22. desember 2021.

Skipulagsnefnd gerir athugasemd við orðalag og efnismeðferð eftirtalinna atriða: númeraröð í efnisyfirliti, litaval, manir, vatnsveitu, kostnað við eftirlit með strandlengju og fjarlægja skal neðstu málsgrein i kafla 6.3. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
Að þessu uppfylltu samþykkir Skipulagsnefnd fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
JE kemur aftur inná fundinn

7.Árbraut 1 og 3, Bakkabraut 2 - lóðamörk

2102021

Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögur að lóðamörkum fyrir lóðir Árbrautar 1, Árbrautar 3 og Bakkabrautar 2.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:46.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir