294. fundur
16. ágúst 2021 kl. 17:00 - 18:11 Kötlusetri
Nefndarmenn
Drífa Bjarnadóttirformaður
Jónas Erlendssonnefndarmaður
Kristján Þórðarsonnefndarmaður
Óðinn Gíslasonnefndarmaður
Þórey R. Úlfarsdóttirnefndarmaður
Aðalmaður: Guðrún Hildur Kolbeins
Starfsmenn
George Frumuseluskipulagsfulltrúi
Einar Freyr Elínarsonoddviti
Fundargerð ritaði:Einar Freyr ElínarsonOddviti
Dagskrá
Samþykkt var að nýjum lið, 7. umferðarmerki í Vík, yrði bætt við dagskrá fundarins.
1.ASK BR - Mennta- og heilsusvæði í Vík
2101036
Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags Mýrdalshrepps. Aðalskipulags breytingin fjallar um stækkun á reit Þ7 (Þjónustustofnun) - þar sem mun koma nýr stærri leikskóli um 600 m² fyrir 60 börn á einni hæð og stækkunar á reit ÍS2 (Bakkar) - þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum. Skipulagið var auglýst frá 19. maí 2021 til og með 2. júlí 2021 og bárust athugasemdir frá Hrefnu Sigurjónsdóttur og Þorgeiri Ragnarssyni og umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni.
Heilbrigðiseftirlitið og Vegagerðin gera ekki athugasemdir við breytinguna. Í samræmi við athugasemd Hrefnu og Þorgeirs er sýndur núverandi göngustígur á opnu svæði við Ránarbraut 15 en hann er einnig sýndur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. Sveitarfélagið áréttar að á síðustu árum hefur orðið talsverð fjölgun íbúa í Mýrdalshreppi og hefur börnum á leikskóla aldri fjölgað mikið og er fyrirséð að núverandi leikskóli sé ekki nægilega stór.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna Garðakots (201756), (Rauðhólar) eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Minjastofnunar Íslands og Vegagerðinni.
Sveitarfélagið samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að bætt verði texta inn á deiliskipulagið um að þar sem byggingarreitir eru svo nærri fyrirhugaðri veglínu þjóðvegar 1 mun Sveitarfélagið ekki taka þátt í kostnaði vegna aðgerða sem þarf að fara í við lóðirnar svo sem hljóðmana.
Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að matsáætlun.
Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. ágúst 2021 er óskað eftir umsögn Mýrdalshrepps um tillögu að matsáætun um efnistöku á Mýrdalssandi skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd samþykkir beiðnina og felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn um matsáætlunina en nefndin telur að tillagan geri nægilega grein fyrir framkvæmdinni og gerir ekki athugasemd við umhverfisþætti né valkosti. Nefndin telur æskilegt að sá valkostur að skipa vikrinum beint út frá ströndinni verði skoðaður rækilega enda líklega umtalsvert umhverfisvænna og yrði í samræmi við áherslur sveitarfélagsins og ríkisins í umhverfismálum.
Ásgeir A. Ásmundsson f.h. Veiðifélags Kerlingadals Vatnsár sækir um leyfi fyrir byggingu teljarastíflu í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina fyrirvara um samþykki félags- eða stjórnarfundar Veiðifélags Kerlingardals- og Vatnsár og áréttar að ekki má hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Umferðamerki í Vík. Reynir Ragnarsson sendi athugasemdir varðandi umferðartakmarkanir við kirkjugarðinn.
Unnið er að hönnun á gamla kirkjustígnum og nefndin tekur undir mikilvægi þess að lokið verði við breytingar á honum sem fyrst. Nefndin leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi fundi með sóknarnefnd svo finna megi farsæla lausn. Ástæða þess að skilti voru sett upp er að óhöpp höfðu orðið og því þótti mikilvægt að takmarka umferð þungra bifreiða upp að kirkjugarðinum til að gæta öryggis vegfarenda.