Skipulagsnefnd

295. fundur 13. september 2021 kl. 17:00 - 17:50 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekið utan auglýstrar dagskrár:

Mál nr. 2109008 Sunnubraut 15, umsókn um stöðuleyfi.

Frábrigði samþykkt samhljóða, verður liður 7 í dagskrá.

1.ASK BR Túna-hverfi

2109007

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags Mýrdalshrepps og tillögu að nýju deiliskipulagi norðan Túna.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir umsögnum og auglýsa lýsinguna skv.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.DSK - Mennta- og heislusvæði í Vík

2106020

Lögð er fram ný tillaga um deiliskipulag vegna mennta- og heilsusvæðis í Vík. Deiliskipulagið nær yfir 2,2 ha. svæði og innan svæðis er Víkurskóli, leikskólinn Mánaland, Tónskóli Mýrdælinga, sundlaug og íþróttahús.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna skv.1.gr.41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

3.DSK - Víkurbraut 5

2102020

Lagt er fram til samþykktar deiliskipulag vegna Víkurbrautar 5.
Skipulagið var auglýst frá 15. júlí 2021 til og með 29. ágúst 2021. Athugasemdir bárust frá Valgeiri Kristinssyni f.h. Gunnari Einarssyni, Ingu Gústavsdóttur, Garðari Einarssyni, Önnu Huld Óskarsdóttur, Óskari Magnússyni, Vilborgu Smáradóttur, Klaudia og Tomasz Chocholowicz og umsagnir frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

4.Golfvöllurinn Vík - Umsókn um stöðuleyfi

2109001

Holly Keyser f.h. Skool Beans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn við golfvöllinn í Vík.
Samþykkt samhljóða.

5.Umferðamerki í Vík

2107011

Lögð er fram tillaga um takmökun í 5T heildarþyngd ökutækja við kirkjugarðsveginn.
Samþykkt samhljóða.

6.Mýrarbraut 14 og 16

2101004

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum og skilmálum fyrir lóðina Mýrarbraut 14-16.
Samþykkt samhljóða.

7.Sunnubraut 15 - Umsókn um stöðuleyfi

2109008

Vigfús Páll Auðbertsson f.h. Auðbert og Vigfús Páll ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir frystigám við Sunnubraut 15.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir