Skipulagsnefnd

296. fundur 11. október 2021 kl. 17:00 - 23:10 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.ASK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

1801005

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Sólheimajökulsmela. Breytingin snýr að því að verslunar- og þjónustusvæði V21, Ferðaþjónusta við Sólheimajökul, er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF1 og svæðið er stækkað úr 1 ha í 5,5 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

2.DSK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

2109025

Lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi við Sólheimajökul.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við afmörkun deiliskipulagssvæðis og fer fram á að talað sé um deiliskiplagsmörk í stað lóðar A. Einnig gerir skipulagsnefnd athugasemd við að áform um gjaldtöku komi fram í deiliskipulagsbreytingu og fer fram á að það verði tekið út.
A.ö.l. samþykkir Skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.DSK - Norður-Garður 3

2109017

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Norður-Garður 3.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK - Þórisholt

2003007

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Þórisholt.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.DSK - Víkurbraut 5

2102020

Lögð er fram til samþykktar deiliskipulag vegna Víkurbrautar 5. Skipulagið var auglýst frá 15. júlí 2021 til og með 29. ágúst 2021. Athugasemdir bárust frá Valgeiri Kristinssyni f.h. Gunnars Einarssonar. Einnig bárust athugasemdir frá Ingu Gústavsdóttur, Garðari Einarssyni, Önnu Huld Óskarsdóttur, Óskari Magnússyni, Vilborgu Smáradóttur, Klaudia og Tomasz Chocholowicz og umsagnir frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að niðurstöður rannsóknar um skuggavarp verði sett inní greinargerð deiliskipulags. Skipulagnefnd fer einnig fram á að geymsla við lóðarmörk Sunnubrautar verði færð þannig að hún verði tvo metra frá lóðarmörkum og að þak halli niður til suðurs á geymslunni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
Öllum athugasemdum hefur verið svarað og eru í fylgigögnum fundargerðar. Öllum aðilum sem gerðu athugasemdir verða send svör skipulagsnefndar.

6.DSK - Útvistarsvæði Syngjanda

2011005

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag á útivistarsvæði og smávirkjun á Syngjanda í Vík í Mýrdal.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

7.Austurvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

2109021

Eiríkur V. Pálsson f.h. Verslunarmiðstöðvarinnar Vík ehf. og Drífa ehf. óska eftir byggingarleyfi fyrir stækkun og innri breytingum á verslunnarmiðstöðinni við Austurveg 20, ásamt stækkun lóðarinnar undir bilastæði í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd vekur athygli á að fyrirætluð stækkun mannvirkis samræmist ekki skilmálum deiliskipulags á lóðinni þar sem vegg hæð fer yfir gildandi hámarkshæð í deiliskipulagi. Einnig er í skilmálum deiliskipulags ákvæði um að hlutfall bílastæða innan reits (V1) um eitt bílastæði á hverja 40 fm. mannvirkis. Ekki er hægt að verða við ósk um stækkun á lóð vegna fyrirhugaðrar veglínu þjóvegar 1. Á svæðinu er nýtt deiliskipulag sem samþykkt var á þessu ári, skipulagsnefnd fellst ekki á að því verði breytt. Engin gögn bárust um innanhúsbreytingar, því getur skipulagsnefnd ekki tekið þær fyrir. Vakin er athygli á að innanhúsbreytingar falla undir nýja brunahönnun.

8.Vatnverndarsvæði vatnsbóla

2102007

Heilbrigðisnefnd Suðurlands sendir til kynningar og umræðu hjá sveitarstjórnum nýja samþykkt um vatnsvernd á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykktinni er ætlað að vera hjálpargagn eða verkfæri fyrir starfsmenn sveitarfélaganna varðandi umgengni á vatnsverndarsvæðum og hvaða reglur gilda. Þarna er tekið saman í einu skjali þau lög og reglur sem eru í gildi og helstu kröfur um vatnsvernd til að tryggja hreint og heilnæmt neysluvatn á svæðinu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps óskar umsagnar Skipulagsnefndar um samþykktirnar.
Skipulagsnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.
ÓG víkur af fundi.

9.Víkurbraut 21A (163283) - Lóðamörk

2110006

Reynir Ragnarsson óskar eftir skilgreindum lóðamörkum og stærð Víkurbrautar 21.
Óski eigendur Víkurbrautar 21a að skipta upp lóðinni í samræmi við eignarhluti sína í eigninni þá verða þeir að koma sér saman um það og gera yfirlýsingu um afnotarétt lóðar. Samkvæmt eingarskiptayfirlýsingu dags. 13. nóvember 2000, kemur fram að lóðin er 1.285 fm að stærð sem er í samræmi við það sem er skráð hjá þjóðskrá og stuðst er við í afmörkun lóðar á lóðarblaði.
ÓG kemur aftur inná fundinn.

10.Sigtún 2 og 4 - Lóðamörk

2110005

Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögur að lóðamörkum fyrir lóðir Sigtún 2 og Sigtún 4.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar.

11.Sigtún 2 - umsókn um stækkun lóðar

2110004

Beata Rutkowska og Marek Rutkowski sækja um stækkun lóðarinnar Sigtún 2, í samræmi við framlagð gögn.
Afgreiðslu málsins frestað vegna yfirstandandi skipulgasvinnu á svæðinu .

Fundi slitið - kl. 23:10.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir