Skipulagsnefnd

297. fundur 15. nóvember 2021 kl. 17:00 - 21:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekið utan auglýstrar dagskrár til kynningar:

Mál nr. 2108004 Efnistaka á Mýrdalssandi

1.ASK BR Ytri-Sólheimar 1, 1a og lóð

2105021

Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Ytri-Sólheimar 1, 1a og lóð. Breytingin felst í stækkun verslunar- og þjónustusvæðis V26, gisti- og ferðaþjónusta, úr 1,2 ha í 7,7 ha. Nýtingarhlutfall verður 0,1 og þar af leiðandi verður heimild fyrir allt að 7.700 m² byggingarmagni.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

2.ASK BR Túna-hverfi

2109007

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Breytingin snýr að landnotkunarbreytingu þar sem „opið svæði til sérstakra nota“ verður hluti íbúðabyggðar, skilgreint ÍS1 skv. aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

3.DSK Ytri-Sólheimar 1, 1A og lóð

2111014

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Ytri-Sólheima 1, 1a og lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK - Túna-hverfi

2011004

Lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna Túna-hverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim fyrirspurnum sem hafa borist um breytingar á lóðum innan skiplagssvæðisins.

5.DSK - Mennta- og heilsusvæði í Vík

2106020

Lagt er fram til samþykktar deiliskipulag vegna mennta- og heilsusvæðis í Vík í Mýrdal.
Skipulagið var auglýst frá 24. september 2021 til og með 5. nóvember 2021. Engar aðrar athugasemdir bárust en umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna að teknu tilliti til umsagna.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

6.DSK - Útvistarsvæði Syngjanda

2011005

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag á útivistarsvæði og smávirkjun á Syngjanda í Vík í Mýrdal.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að leggja gönguleið yfir rafstöðvarstífluna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Vatnsá - Mini hatchery

2108015

Kynning á hugmyndum um fiskeldi við Vatnsá.

8.Kynning: Austurvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi - innra skipulag

2111011

Austurvegur 20 innra skipulagsbreytingu

9.Austurvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi - stækkun

2109021

Kynning: Austurvegur 20 viðbygging

10.Kynning:Efnistaka á Mýrdalssandi

2108004

Álit Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna efnistöku á Mýrdalssandi.

Fundi slitið - kl. 21:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir