Skipulagsnefnd

298. fundur 13. desember 2021 kl. 17:00 - 19:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftri því að eftirfarandi mál verði tekin utan auglýstrar dagskrár til afgreiðslu:
2101009 - ASK BR Norður-Garður 3 - Frístundabyggð
2112011 - Austurvegur 11a-d, Austurvegur 13, Kirkjuvegur 1 - Lóðamörk

1.Austurvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi - stækkun

2109021

Lögð eru fram drög að stækkun á Austurvegi 20, í Vík frá Eiríki V. Pálssyni.
Áður en hægt er að taka ákvörðun um jafn umfangsmikla stækkun á Austurvegi 20 þarf að meta áhrif þess á umhverfið í kring m.a. með m.t.t. umferðar og annarra innviða sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd leggur til að áformin verði metin við endurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps. Sérstaklega verði skoðað framtíðarskipulag aðkomu og bílastæða á þjónustulóðunum við Austurveg í tengslum við nýjan hringveg um Mýrdal.

Fylgiskjöl:

2.Presthúsagerði - Byggingarleyfisumsókn

2112009

Kjartan Árnason f.h. Heiðu Dís Einarsdóttir óskar eftir byggingarleyfi fyrir frístundahús að Presthúsagerði í Mýrdalshreppi í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindi um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Presthúsagerði, en fer fram á að gert verði deiliskipulag skv grein 2.5 í gildandi aðalskipulagi.

3.ASK BR - Norður-Garður 3 Frístundabyggð

2101009

Lagt er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulags Mýrdalshrepps 2018-2028.
Breytingin á aðalskipulaginu felur í sér að skilgreint verður nýtt 5 ha svæði fyrir frístundabyggð í landi Norður-Garðs 3, sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði.
Skipulagið var auglýst frá 3. október 2021 til og með 14. nóvember 2021. Engar aðrar athugasemdir bárust en umsagnir Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands (MÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps að teknu tilliti til ofangreindra umsagna með fyrirvara um að fornleifaskráning sem gerð var 2021 fylgi gögnum til skipulags- og byggingafulltrúa.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir