Guðmundur Úlfar Gíslason f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra kynnir tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ólafur Elvar Júlíusson f.h. sveitarstjórnar Skaftárhrepps kynnir tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að skiptingu þéttbýlissvæðisins í Vík í eftirfarandi deiliskipulagssvæði: Vesturhluti, Fitin, Menntasvæði, Bakkar, Undir Skeri, Sker, Norður-Víkursvæði, Syngjandi, Túnahverfi, Austurhluti, Tjaldsvæði, Vellir og Hesthúsasvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsfultrúa og leggur áherslu á að klára sem fyrst yfrstandandi skipulagsvinnu við Túnahverfi, Vesturhluta og hesthúsasvæði og hefja samhliða deiliskipulagsvinnu við Bakka og Fitina.
Jón Ágúst Jónsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Mýrdalshrepps um meðfylgjandi matsáætlun skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd vísar til umsagnar sveitarstjórnar Mýrdalshrepps frá 16. apríl 2021 sem staðfest var á 616. fundi sveitarstjórnar.
Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi vegna Norður-Garðs 3. Skipulagið var auglýst frá 4. nóvember 2021 til og með 17. desember 2021 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofu Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að bætt verði texta inn á deiliskipulagið um að þar sem byggingarreitir eru nærri fyrirhugaðri veglínu þjóðvegar 1 mun Sveitarfélagið ekki taka þátt í kostnaði vegna aðgerða sem þarf að fara í við lóðirnar svo sem hljóðmana. Einnig fer skipulagsnefnd fram á að samkvæmt umsögn Vegagerðar verði eftirfarandi texta bætt inní greinargerð:
"Vegagerðin vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna fyrirhugaðs nýs Hringvegar um svæðið. Sú lína sem nú er valkostur Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins liggur í nálægð við byggingarreit. Við nánari hönnun og niðurstöður mats á umhverfisáhrifum er ekki ólíklegt að veglínu verði hliðrað til.
Tenging við veginn, að lóðinni, er til bráðabirgða. Við nánari hönnun nýs vegar verða tengingar, og mögulega hliðarvegir, hannaðar samkvæmt veghönnunarreglum með markmið Vegagerðarinnar að leiðarljósi. Leitast verður við að tengingar verði fáar og öruggar.
Þar sem byggingarreitir eru svo nærri fyrirhugaðri veglínu mun Vegagerðin ekki taka þátt í kostnaði vegna hljóðvarna"
2109017 - DSK Norður-Garður 3
Skipulagsnefnd samþykkir frábrigðið.