Skipulagsnefnd

300. fundur 14. febrúar 2022 kl. 17:00 - 20:15 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.END ASK Mýrdalshrepps 2019-2031

1908012

Skipulagsfulltrúi kynnir núverandi stöðu og tímaáætlun fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps 2019-2031.
Lagt fram til kynningar.

2.ASK BR - Þórisholt

1611002

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.
Breytingin á aðalskipulaginu felur í sér skilgreiningu á verslun og þjónustu á jörðinni Þórisholti. Gert er ráð fyrir gistiþjónustu af gerðinni hótel eða gistiheimili í skilningi reglugerðar um gististaði og veitingaþjónustu.
Skipulagið var auglýst frá 27. október 2021 til og með 10. desember 2021. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands (MÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps að teknu tilliti til ofangreindra umsagna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

3.ASK BR Túna-hverfi

2109007

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags Mýrdalshrepps.
Aðalskipulags breytingin snýr að landnotkunarbreytingu þar sem er skilgreint "opið svæði til sérstakra nota" verður hluti íbúðabyggðar, skilgreint ÍS1 skv. aðalskipulagi.
Skipulagið var auglýst frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Minjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofa Íslands (VÍ), Slökkvilið Vík (SV) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps að teknu tilliti til ofangreindra umsagna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

4.DSK - Þórisholt

2003007

Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna Þórisholt.
Skipulagið var auglýst frá 27. október 2021 til og með 10. desember 2021. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands (MÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulagsnefnd samþykkir deiliksipulagið að teknu tilliti til ofangreindra umsagna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

5.DSK - Túna-hverfi

2011004

Lagt er fram til samþykktar nýtt deiliskipulag vegna Túnahverfis í Vík í Mýrdal.
Skipulagið var auglýst frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022.
Athugasemdir bárust frá Svanhvíti Matthildi Sveinsdóttur f.h. Sóknanefndar Víkurkirkju, Þóri N. Kjartanssyni, Bryndísi Fanney Harðardóttur, Beata Rutkowska, Marek Rutkowski, Báru Þorgerði Þorgrímsdóttur. Umsagnir frá Umhverfisstofnun (UST), Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofu Íslands (VÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulagsnefnd hefur farið yfir allar athugasemdir sem bárust og leitað álits sérfræðinga. Í kjölfarið hefur skipulagsnefnd ákveðið að koma til móts við athugasemdir með því að breyta skilmálum lóðarinnar að Hátúni 27, sbr. eftirfarandi: Mænishæð fer úr 7 m í 4,5 m, hámarks byggingamagn minnkar úr 272,1 m2 í 170 m2, lágmarks byggingamagn minnkar úr 200 m2 í 150 m2, úr tveggja hæða húsi í hús einna hæð. Öllum athugasemdum hefur verið svarað og eru í fylgigögnum fundargerðar. Öllum aðilum sem gerðu athugasemdir verða send svör skipulagsnefndar.

Viðbótarskilmálar koma inn í kaflana Almennir skilmálar og Hönnun og uppdrættir í greinargerð deiliskipulags fyrir Túnahverfi varðandi fjölda svefnherbergja miðað við húsagerð og stærð íbúðar.

Á hverjum tíma er lögð áhersla á að nýta fjárfestingar sveitarfélagsins sem best með þéttingu byggðar, í þeim tilgangi er m.a. lögð áhersla á að nýta fullgerða gatnagerð eins og kostur er.


6.Sunnubraut 15 - Umsókn um byggingarleyfi

2102032

Eigendur Smiðjunnar Brugghúss ehf. og Auðbert og Vigfús Páll ehf. óskar eftir leyfi vegna breytinga á innra skipulagi mhl.01 að Sunnubraut 15, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd fagnar áformum um eflingu atvinnulífs í Mýrdalshreppi. Skipulagsnefnd tekur undir nauðsyn þess að fjölga bílastæðum á lóðinni. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að framkvæma grenndarkynningu þar sem ekki er deiliskiplag á lóðinni.

7.Ytri-Sólheimar vegsvæði

2110018

Direkta lögfræðiþjónusta f.h. Vegagerðarinnar óskar eftir stofnun vegsvæðis úr óskiptu landi Sólheimatorfunnar í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir