Skipulagsnefnd

301. fundur 14. mars 2022 kl. 18:30 - 20:20 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekin utan auglýstrar dagskrár til afgreiðslu:

2203015 - Árbraut 1 - svalir og sólstofa verður liður 6 í fundargerð.

2203006 - Sjóvarnir í Víkurfjöruverður liður verður 7 í fundargerð.

Samþykkt samhljóða

1.DSK ÓBR Norður-Foss

2203008

Lögð er fram tillaga um óverulega breytingu á deiliskipulagi Norður-Foss.
Breytingin snýr að því að skipulagsmörkum svæðisins er breytt þannig að þau nái út fyrir vélaskemmu á svæðinu. Forsenda breytinga er að opna gistirými í mannvirki sem áður var notað sem vélaskemma.
Skipulagsnefnd samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

2.Víkurbraut 15 B - Umsókn um byggingarleyfi

2203010

Jón Ómar Finnsson f.h. Ögmundar Ólafssonar ehf. óskar eftir leyfi til að setja tvær gönguhurðir og tvær iðnaðarhurðir á suðurhlið Víkurbrautar 15B, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðaeigenda.
DB víkur af fundi.

3.Víkurbraut 15 A - Tillaga um breytingar

2002004

Jón Ómar Finnsson f.h. Puffin Hotel Vík ehf. óskar eftir að breyta Víkurbraut 15A úr smurstöð í húsnæði undir gistingu. Breytingin er í samræmi við núverandi aðalskipulag þar sem skilgreind er blönduð landnotkun þ.e. íbúðarbyggð, verslun- og þjónusta og athafnasvæði.
Skipulagsnefnd tekur vel í þessa umsókn enda er það stefna sveitarfélagsins að öll iðnaðarstarfsemi færist úr Vesturhluta Víkurþorps.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðaskiptin með fyrirvara um að staðfest samþykki allra eigenda.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig breytta notkun fyrirhugaðrar lóðar þar sem hús nr 15A stendur.

4.Víkurbraut 4 og 6 - Lóðamörk

2203011

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Víkurbraut 4 og Víkurbraut 6.
Að vel athuguðu máli telur skipulagsnefnd þessa tillögu vera farsælustu lausnina í annars erfiðu máli, bílskúrar byggðir utan uppruna lóðar og að auki eru lóðarleigusamningar ekki í gildi. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.
DB kemur aftur inná fundinn.

5.Litla-Heiði - Umsókn um byggingarleyfi

2203009

Jón Þór Þorvaldsson f.h. Heiðarlax ehf óskar eftir leyfi fyrir viðbyggingu við sumarbústaðinn Litla-Heiði L176061, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:
ÓG víkur af fundi.

6.Árbraut 1 - svalir og sólstofa

2203015

Óðinn Gíslason sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að Árbraut 1, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:
ÓG kemur aftur inná fundinn.

7.Sjóvarnir í Víkurfjöru

2203006

Áætlun um aðgerðir í sjóvörnum í Víkurfjöru.
Skipulagsnefnd fagnar því að komin sé fram áætlun um bættar sjóvarnir í Vík. Núverandi ástand er algjörlega óviðunandi og ljóst að bregðast þarf við sem allra fyrst áður en stórtjón verður í þéttbýlinu vegna sjóflóða og frekara landrofs.

Fundi slitið - kl. 20:20.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir