Skipulagsnefnd

302. fundur 19. apríl 2022 kl. 17:00 - 19:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekin utan auglýstrar dagskrár til afgreiðslu:

2204007 - Sléttuvegur 1 stöðuleyfi - verður liður 7 í fundargerð.

Samþykkt samhljóða.

1.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings Eystra 2020-2032

2002002

Guðmundur Úlfar Gíslason f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra óskar eftir umsögn um tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032. Tillagan er auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010 frá og með 6. apríl með athugasemdafresti til 18. maí 2022.
Hægt er að nálgast skipulagsgögnin á starfænu formi á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvolsvollur.is
Linkur á stafrænu gögnin er: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=e0538f47d6b342969ca238e34fd0e622
Skipulagsnefnd Mýrdalshrepps gerir ekki athugasemd við tillögu að heildar enduskoðun aðalskipulags Rangárþings-eystra 2020-2032.

2.END ASK Mýrdalshrepps 2019-2031

1908012

Lögð fram tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2019-2031. Tillagan samanstendur af greinargerð aðalskipulags, forsendum og umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:50.000, þéttbýlisuppdrætti af Vík í mælikvarðanum 1:5.000, ásamt skýringaruppdráttum.
Afgreiðslu tillögunnar frestað.

3.DSK - Hesthúsasvæði

2106037

Lögð er fram tillaga um deiliskipulag hesthúsasvæðis.
Deiliskipulagið nær yfir tæpa 8 ha. við Kötlugarðinn austast í Vík og tekur til nýs hesthúsasvæðis fyrir átta hesthús og keppnissvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK Presthúsagerði

2112009

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Presthúsagerði í Mýrdalshreppi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki landeigenda þess lands sem aðkoma að lóðinni liggur yfir og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í framhaldi af því skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Sunnubraut 15 - Umsókn um byggingarleyfi

2102032

Lagðar fram athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum á Sunnubraut 15.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar athugasemdir og fer fram á fjölgun bílastæða í a.m.k. 25 stæði samhliða breytingunni.

6.Árbraut 2 - viðhald og endurbætur

2203026

Magnús Orri Sveinsson óskar eftir leyfi fyrir endurbætur á bílskúr við Árbraut 2, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd setur sig ekki uppá móti breytingum á bílskúr en kallar eftir ítarlegri gögnum fyrir grenndarkynningu.
Varðandi fyrirhugaða stækkun og nýbyggingu á lóðinni er bent á að vinna við deiliskipulag stendur fyrir dyrum, sem gefur tækifæri til breytinga.

7.Sléttuvegur 1 - Umsókn um stöðuleyfi

2204007

Marinó Þórisson f.h. SV3 ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubuðir við Sléttuvegi 1, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir