Sveitarstjórn

673. fundur 16. janúar 2025 kl. 09:00 - 09:50 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Þorgerður H. Gísladóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Páll Tómasson
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að máli 2102026 - Umsókn í framkvæmdasjóð, yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.

1.Víkurbraut 19 - Umsókn um byggingarleyfi

2408011

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Víkurbraut 19 að undangenginni grenndarkynningu. Málið var kynnt næstu nágrönnum og bárust engan athugasemdir þar til fresturinn rann út.
ÞHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út byggingarleyfi.

2.Sunnubraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

2302003

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Sunnubraut 5 að undangenginni grenndarkynningu. Málið var kynnt næstu nágrönnum og bárust engan athugasemdir þar til fresturinn rann út.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út byggingarleyfi.

3.Smiðjuvegur 26B - umsókn um lóð

2501003

Lögð fram umsókn um lóðina Smiðjuvegur 26B frá Reyni Ragnarssyni f.h. Sjávarfugla ehf.
ÞHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina.

4.Smiðjuvegur 22A

2501007

Lögð fram umsókn um lóðina Smiðjuvegur 22A frá Óðni Gíslasyni f.h. Afl, smíði og múr ehf.
ÞHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

5.Gjaldskrár 2025

2501008

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Leikskála og gjaldskrá slökkviliðs Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar gjaldskrár fyrir slökkvilið og félagsheimilið Leikskála.

6.Umsókn í framkvæmdasjóð

2102026

Lögð fram beiðni um að sótt verði um framlag í framkvæmdasjóð aldraðra vegna viðgerða á gólfum og endurnýjun fataskápa á Hjallatúni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sótt verði um í framkvæmdasjóðinn fyrir viðgerðum á gólfi og endurnýjun fataskápa á Hjallatúni og felur hjúkrunarforstjóra í samráði við sveitarstjóra að láta útbúa kostnaðaráætlun fyrir verkið.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir