2204010
Tekin er til síðari umræðu ársreikningur Mýrdalshrepps fyrir árið 2021.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 914,4 millj. kr. í A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 820,4 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts í A- flokki var 0,39% en lögbundið hámark þess er 0,625%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,65% sem er einnig lögbundið hlutfall.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 112,5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 102,0 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í 2021 nam 1.071,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 1.205,9 millj. kr.