Takið kvöldið frá, reddið pössun og pússið skóna.
Þann 9. október næstkomandi verður
Dansleikur í Leiksskálum með hinum eina sanna Gunna Óla (Skítamórall) ásamt hljómsveit.
Pétur Valgarð hinn vaski frá Búðardal leikur á rafgítar.
Óskar Þormarsson Rangæingur og hirðtrommari Ríkisútvarpsins ber á drumbur.
Sigurgeir Skafti úr Árnessýslu, músíkfræðari og rafskutlusýslari leikur á rafbassa.
Húsið opnar 22:00 og verður dansað eins þar til síðasti maður þarf að fara út um 01:00
Miðasala á tix.is og við hurð.
Mikið sem við hlökkum til að sjá ykkur og dansa.