Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur í Íþróttamiðstöðinni í Vík í Mýrdal fimmtudagskvöldið 1. maí kl. 19:00. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir tónskáld á borð við Verdi, Rossini, Beethoven, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveinsson.
Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen og einsöngvari er Jóhann Kristinsson barítónsöngvari. Kammerkór Tónskóla Mýrdalshrepps, Kirkjukór Prestbakkakirkju og Ásakórinn taka þátt í flutningnum.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir!