Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – Norður-Garður 3

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.

Norður-Garður 3 er 5 ha spilda úr jörðinni Norður-Garði og hefur henni verið skipt upp í 4 lóðir. Breyting felst í að landnotkun á spildunni verði skilgreind sem frístundabyggð þar sem landeigendur hafa áhuga að byggja á lóðunum fjögur frístundahús.

Tillaga þessi að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík eða má nánari hér frá 29. september 2021 til og með 12. nóvember 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 12. nóvember 2021.

 

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps