Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda í Mýrdalshreppi er 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar til og með 1. október alls 9 gjalddagar.
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Mýrdalshreppi, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð.
Vinsamlega athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar til þeirra sem eru fæddir á árinu 1944 eða seinna né þeirra sem hafa afpantað seðla, heldur verður einungis stofnuð krafa í heimabanka með sama hætti og á síðasta ári.
Ekki verða sendir út álagningarseðlar á pappírsformi en hægt er að nálgast nýjustu álagningaseðlana á island.is „mínar síður“
Álagningarseðill má nálgast á eftirfarandi hátt:
Þar er hægt að hlaða álagningarseðli niður sem pdf eða prenta hann út.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð, miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk.
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir heildartekjur árið 2021.
Einstaklingar |
Hjón/sambýlisfólk |
||||
Tekjur |
Afsláttur |
Tekjur |
Afsláttur |
||
- |
6.466.976 |
100% |
- |
9.054.977 |
100% |
6.466.977 |
7.071.932 |
75% |
9.054.978 |
9.659.932 |
75% |
7.071.933 |
7.676.888 |
50% |
9.659.933 |
10.264.888 |
50% |
Ef einhverjir hafa ekki tök á að nálgast sinn álagningarseðil vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Mýrdalshrepps í síma 487-1210 eða á netfanginu myrdalshreppur@vik.is