Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

Reynir - Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið nær yfir 1,5 ha. svæði og gerir ráð fyrir fjögur parhús ætluð til útleigu auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir stækkun núverandi gistiheimilis og hugsanlegri breytingu á fjósi og hlöðu í ferðaþjónustutengda starfsemi. Gert er ráð fyrir 6 lóðum innan svæðisins.

Tillaga þessar liggur frammi hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2023.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 5. apríl 2023.

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshreppur