Breyting á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033
Breyting á hestamannasvæði
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. maí 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á þéttbýlisuppdrætti ásamt uppfærslu í einni töflu greinargerðar gildandi aðalskipulags. Breytingin felur í sér að afmörkun fyrir íþróttasvæði ÍÞ2 er færð til austurs og opna svæðið OP8 stækkar úr 20 ha í 20.5 ha.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps.