Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 – Litlu-Hólar

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033.

Breytingin fjallar um að skilgreina eins ha svæði af jörðinni Litlu-Hólum sem verslunar- og þjónustusvæði. Innan svæðisins verður gert ráð fyrir ferðaþjónustu.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 27. júní til og með 17. júlí 2023.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 18. júlí 2024.

Tillöguna má sjá með því að smella á þennan hlekk: ASK BR Litlu Hólar

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps