Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2023 – Tjaldsvæði og nærumhverfi.

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2023.

Um er að ræða breytingu á þéttbýlisuppdrætti og uppfærslu í þremur töflum greinargerðar gildandi aðalskipulags. Breytingin felur í sér stækkun íbúðarbyggðar (ÍB7) til austurs og reitur verslunar og þjónustu (VÞ6) minnkar sem því nemur. Reit VÞ6 er skipt upp í tvo reiti, þar sem VÞ6 er sem áður var tjaldsvæðið í Vík en sá hluti VÞ6 sem er við Sléttuveg verður VÞ44 og fær nýja skilmála.

Nýtt deiliskipulag - Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal og nærumhverfi.

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag – Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal og nærumhverfi.

Um er að ræða verslunar- og þjónustusvæði, íbúðarbyggð og samfélagsþjónustu í austurhluta Víkur. Innan svæðisins verður tjaldsvæði, íbúðarbyggð, þjónustukjarni fyrir eldri borgara, verslanir og þjónusta. Markmiðið er að auka framboð á fjölbreyttum lóðum fyrir atvinnustarfsemi og að bregðast við þörf fyrir nýjar íbúðir.

Þessar tillögur liggja frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 17. júlí til og með 1. september 2024.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 1. september 2024.

Tillögurnar mega sjá hér

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps