Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu.
Hótel Dyrhólaey - Deiliskipulagsbreyting
Breytingin snýr að skilgreiningu á byggingarreit og byggingarheimildir á lóð hótelsins, Brekkur 1 lóð L179560 auk þess sem lega lóðarinnar eru endurskilgreind m.t.t. uppmælinga á svæðinu. Samhliða eru skilgreindar afmarkanir lóðar Í2 og Í3 lagfærðar lítillega í takti við mælingar og byggingarreit Í3 breytt í takt við þau hús sem byggð hafa verið innan reitsins.
Tillaga þessi liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 4. mars til og með 16. apríl 2025.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 16. apríl 2025.