Breyting á þéttbýlisuppdrætti í Vík

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. júní 2021 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að afmörkun fyrir opið svæði H (Hesthúsasvæði) er færð til innan opins svæðis G (Gólfvallar) og stækkuð. Um óverulega breytingu er að ræða þar sem svæðið sem um ræðir er í dag allt skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota G og H og er ekki alveg ljóst hvar afmörkun fyrir golfvöll er. Hesthúsasvæði er fært lítillega til austurs til að skera ekki í sundur golfvöll en þetta er óbyggt framtíðarsvæði fyrir hesthús, reiðhöll og skeiðvöll. Hesthúsasvæðið er stækkað úr 39.500 m2 í 92.973 m2.

Skipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðal- og deiliskipulagsbreytinguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- eða byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps.

 

f.h. Sveitarstjórnar Mýrdalshrepps

George Frumuselu

skipulags- og byggingarfulltrúi