Ársreikningur Mýrdalshrepps var tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 5. maí sl.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 112,5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 102,0 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í lok árs 2021 nam 1.071,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 1.205,9 millj. kr.
Rekstrartekjur á árinu námu 914,4 millj. kr. í A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 820,4 millj. kr.
Engin ný lán voru tekin á árinu.
Staða sveitarsjóðs er góð og hefur líklega aldrei verið betri. Sterk staða gefur tækifæri til að halda áfram að bæta þjónustu við íbúa og byggja upp til framtíðar.
Sveitarfélagið er vel í stakk búið til að ráðast í framkvæmdir við nýjan leikskóla sem brýn þörf er á. Farið var í útboð á heildarverki fyrir utan hönnun og jarðvinnu en engin tilboð bárust í verkið. Mikill uppgangur er í byggingariðnaðinum og erfitt að fá stærri verktaka til að fara út fyrir stór-Reykjavíkursvæðið. Nú er unnið að því að undirbúa útboð á aðskildum verkhlutum sem vissulega verður meiri áskorun fyrir sveitarfélagið og mikilvægt að vanda vel til verka við undirbúning.
A.ö.l. er undirbúningur fyrir framkvæmdir sumarsins í fullum gangi, gert er ráð fyrir að gangstéttir verði lagðar á nokkrum stöðum, lagt verði slitlag á Kirkjuveg, Austurveg (botnlanga) og Króktún (nýjar lóðir). Girðing við sundlaug verði endurnýjuð og að Gámvellirnir verði girtir með samskonar girðingu og er í kringum lóð Vegagerðarinnar. Þetta ásamt ýmsu öðru er á döfinni en eins og oft áður erum við háð því að fá verktaka til að vinna fyrir okkur.
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á útivistarsvæði á Syngjandanum þar sem gamla rafstöðin hefur fengið endurnýjun lífdaga. Vonir standa til að við getum fagnað gangsetningu hennar með pomp og prakt á næstu vikum. Svæðið er með sérhannaðri lýsingu sem fær orku frá virkjuninni en við munum líklega ekki njóta þeirrar dýrðar fyrr en fer að rökkva aftur.
Nú eru framundan kosningar og gaman að sjá hvað það er mikill hugur í mönnum og mikill metnaður og fagmennska í gangi hjá báðum framboðum. Sjálf ætla ég að láta af störfum í sumar. Þessi tími hefur verið krefjandi en ekki síður lærdómsríkur og skemmtilegur. Ég veit að á næstu árum mun Mýrdalshreppur halda áfram að vaxa og dafna með tilheyrandi vaxtaverkjum sem gerir það ennþá mikilvægara að íbúar standi saman og marki sér stefnu um það hvernig samfélag þeir vilja búa í og leggi sitt af mörkum til þess að svo geti orðið.
Nú er að baki að mörgu leyti erfiður vetur en framundan er sumarið sem er tími framkvæmda og vonandi ánægjulegra tíma fyrir sem flesta, gleðilegt sumar.
sveitarstjóri
The annual accounts of Mýrdalshreppur were confirmed at a meeting of the local council on 5 May.
The operating result of Parts A and B was positive by ISK 112.5 million. kr. while in Part A the operating result was positive by ISK 102.0 million. kr. The municipality's equity in 2021 amounted to ISK 1,071.3 million. kr. according to the balance sheet, but the equity of Part A amounted to ISK 1,205.9 million. kr.
The municipality's operating income during the year amounted to ISK 914.4 million. kr. in Parts A and B, of which operating income in Part A amounted to ISK 820.4 million. kr.
No new loans were taken during the year.
The position of the municipal fund is good and has probably never been better. A strong position provides an opportunity to continue to improve services to the population and build for the future.
The municipality is well equipped to start construction on a new kindergarten that is urgently needed. A tender was issued for the entire project but no bids were received for the. There is a great boom in the construction industry and it is difficult to get larger contractors to go beyond the Reykjavík area. Work is now underway to prepare a tender for separate work sect, which will certainly be a greater challenge for the municipality and it is important to work well in the preparation.
Preparations for the summer construction are in full force, it is expected that pavements will be laid in several places, aspalt will be laid on Kirkjuvegur, Austurvegur (botnlanga) and Króktún (new plots). The fence by the swimming pool will be renewed and Gámvellir will be fenced with the same kind of fence as is around the Vegagerðin site. This, along with various other things, is on the agenda, but as often before, we are dependent on getting a contractor to work for us.
These days, the final touches are being put on the outdoor area at Syngjandan, where the old power station has had its life renewed. We hope that we can celebrate its launch with splendor in the coming weeks. The area has specially designed lighting that receives energy from the power plant, but we will probably not enjoy that glory until it starts to get dark again.
Now there are elections ahead and I am peased to see what a great mind there is in people and great ambition and professionalism going on in both candidacies.
I'm going to retire this summer. This time has been challenging but no less instructive and satisfaying. I know that in the next few years, Mýrdalshreppur will continue to grow and prosper with the associated growing pain, which makes it even more important for residents to stand together and formulate a policy on what kinde of community tehy want to live in and contribute to making it happen.
In many ways a difficult winter is behind, but ahead is the summer, which is a time of construction and hopefully a more enjoyable time. Happy summertime to you all, Mayor.