Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti ársreikning 2022 við síðari umræðu á 650. fundi
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.202,4 millj. kr. í A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.144,6 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í Aflokki var 0,39% en lögbundið hámark þess er 0,625%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,65% en lögbundið hámark þess er það sama.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 188,4 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 235,4 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 1.387,4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 1.552,5 millj. kr.
Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning við síðari umræðu. Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra, forstöðumönnum og öðru starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins.
Ársreikninga sveitarfélagsins má nálgast í eftirfarandi hlekk: Ársreikningar