Laust er til umsóknar starf yfirmanns eldhúss við Hjúkrunarheimilið Hjallatún

Starf yfirmanns mötuneytis

Laust er til umsóknar starf yfirmanns eldhúss við Hjúkrunarheimilið Hjallatún frá og með 1. desember næstkomandi. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.

Mötuneytið eldar og framreiðir mat fyrir leikskóla, grunnskóla, skjólstæðinga félagsþjónustu, hjúkrunarheimili og jafnvel aðrar stofnanir sveitarfélagsins. Mýrdalshreppur er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur. Því skal öll matreiðsla taka mið af því t.d. með því að notast við hreinar íslenskrar afurðir eldaðar frá grunni. Unnið skal samkvæmt handbókum Landlæknis varðandi fæðu og huga sérstaklega að aðgerðum til að minnka kolefnispor og matarsóun.

Helstu verkefni:

  • Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, mannahaldi, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu
  • Ber ábyrgð á gæða – og öryggismálum
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna
  • Gerð matseðla í samráði við skóla og leikskóla

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði matreiðslu. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
  • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð enskukunnátta
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og góð samskiptahæfni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Berglind Jóhannesdóttir í síma 487-1348. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2023 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið hjallatun@vik.is. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám og starfsferil.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.