Vegagerðin auglýsir opið hús þriðjudaginn 17.05.2022 milli klukkan 11 og 17 í Kötlusetri, Víkurbraut 28. Við viljum hvetja íbúa til að koma, ræða við okkur og koma á framfæri ábendingum varðandi matsáætlun og umhverfismat framkvæmda sem nú stendur yfir.
Árið 2013 var aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 samþykkt með nýrri veglínu Hringvegar um Mýrdal, í jarðgöng sunnarlega í Reynisfjalli og sunnan við byggðina í Vík. Samgönguáætlun 2020-2024 gerir ráð fyrir fjármagni í undirbúning þessarar nýju veglínu. Vegagerðin vinnur því að forhönnun og mati á umhverfisáhrifum vegna færslu Hringvegarins. Tilgangur fundarins er að ræða við íbúa um framgang verksins og hvaða rannsóknir verið er að vinna að eða er nýlokið. Sýnd verða drög að ásýndarmyndum og hljóðvistarkortum.
Þá viljum við minna á vefsjá verkefnisins (vik-hringvegur.netlify.app) þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast matinu.