Persónulegur ráðgjafi

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu leitar að einstaklingi/um til þess að sinna starfi persónulegs ráðgjafa fyrir börn.

Persónulegur ráðgjafi er félagslegur stuðningur við börn eða foreldra og er ætlaður til að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að samfélagsþátttöku út frá forsendum og markmiðum hvers og eins.

Um er að ræða tímavinnu og er vinnutími samkomulagsatriði. Starfið er tilvalið með námi eða sem aukavinna. Starfið hentar bæði körlum og konum 18 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar veitir Inga Jara Jónsdóttir í síma 487-8125 eða á netfangið inga@felagsmal.is