Þann 29. mars fór fram skólakeppni upplestrarkeppninnar Raddarinnar. Röddin tekur við af Stóru upplestrarkeppninni sem lauk göngu sinni á síðasta ári. Nú munu skólarnir í Rangarvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auk Grunnskóla Vestmannaeyja sameinast um að halda árlega héraðskeppni undir nafninu Röddin. Nemendur 7. bekkjar Víkurskóla hafa æft upplestur af kappi í vetur og stóðu sig afar vel í skólakeppninni. Það verða þær Íris Anna og Aníta Ósk sem munu lesa upp á héraðskeppninni sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl n.k. Við þökkum krökkunum í 7. bekk og umsjónarkennara þeirra, Þuríðar Lilju Valtýsdóttur kærlega fyrir flottan viðburð.