Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, og Marinó Þórisson, framkvæmdastjóri SV3, ehf hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um fjölgun leiguíbúða í Vík.
Samkomulagið miðar að byggingu nýs fjölbýlishúss við Sléttuveg 3a þar sem byggðar verði íbúðir sem seldar verði til leigufélaga sem leigja á almennum markaði. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og að íbúðir verði tilbúnar um mitt ár 2024.
Einar Freyr Elínarson, mayor of Mýrdalshreppur, and Marinó Þórisson, CEO of SV3 ehf, have signed a declaration of cooperation on increasing the number of rental apartments in Vík.
The agreement is aimed at the construction of a new apartment building at Sléttuveg 3a, where apartments will be built and sold to rental agencies that rent on the public market. It is expected that construction will begin this year and that the apartments will be ready in mid-2024.