6. október fékk Víkurskóla heldur betur góða gesti en það voru þeir landsþekktu skemmtikraftar og listamennirnir Gunnar Helgason og Felix Bergsson.
Yfirskrift sýningarinnar var Ein stór fjölskylda. Felix fræddi börnin um hvernig fjölskyldur nútímans geta verið mismunandi, Gunnar sagði frá því hvað hann hefur í huga þegar hann semur skáldsögur fyrir börn og svo í lokin slóu þeir félagar upp söngveislu.
Víkurskóli þakkar af alhug fyrir þessa góðu heimsókn sem er hluti af menningarverkefninu List fyrir alla.
Á vefsíðu Víkurskóla má sjá fleiri myndir frá þessum viðburði.