Ívar Páll Bjartmarsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem slökkviliðsstjóri slökkviliðssins í Vík. Starfsstöð Ívars verður á skrifstofu Mýrdalshrepps að Austurvegi 17 í Vík og í slökkvistöðinni að Suðurvíkurvegi 3.
Helstu verkefni slökkviliðsstjóra eru dagleg stjórn slökkviliðsins, utanumhald eldvarnareftirlits, áætlanagerð og þjálfun slökkviliðsmanna.
Mikil uppbygging í sveitarfélaginu á síðustu árum hefur það í för með sér að umfang eldvarnareftirlits og brunavarna hefur aukist mikið. Ívar hefur á síðustu árum verið í hlutastarfi sem slökkviliðsstjóri en ráðning hans í fullt starf er viðleytni sveitarfélagsins til þess að styðja við starfsemi slökkviliðsins og tryggja að það sé í stakk búið til þess að sinna þeim verkefnum sem því er falið.
Ívar er boðinn velkominn til starfa á skrifstofu Mýrdalshrepps og honum óskað velfarnaðar í breyttu starfi.