Taktu skref í átt að meiri gleði - Slöbbum saman!

Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig.

Verkefnið hefst í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni laugardaginn 15. janúar og mun standa til þriðjudagsins 15. febrúar. Fjallað verður um verkefnið á öllum miðlum Sýnar, á visir.is, Bylgjunni og tengdum útvarps- og sjónvarpsstöðvum.

Verkefnið er í samstarfi með VÍS, MS, Nettó og Klaka.

Af hverju Slöbbum saman?

Jú, við vitum öll að fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Flestir geta stundað einhvers konar létta hreyfingu. Við viljum því hvetja landann til að fara út og labba en þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því að SLABBA saman, labba í slabbi og vera í slabbi.

Nú er um að gera að ræsa vinahópinn, fjölskylduna, saumaklúbbinn, vinnufélagana og Zoom-hópinn út í rokrassgatið, slabba saman og efla líkama og sál.

Við viljum fá ALLA landsmenn með okkur í lið til að slabba saman og sigurvegarinn er í raun sá eða sú sem bætir sig mest í hreyfingu.

Hoppaðu í stígvélin, reimdu á þig skóna, settu hnakkinn á og slabbaðu af stað. Ekki gleyma snjallsímanum/úrinu og fylgstu með árangrinum.

Þín upplifun er hvatning fyrir aðra og því væri gaman að þú deildir gleðinni með okkur.

Eins og í ölllum góðum verkefnum þá er von á glaðningi. Ef þú vilt eiga mögueika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu okkur á mynd með þér úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman

Einu sinni í viku verður dregið úr skráningum og merktum myndum og viðkomandi fær skemmtilegan glaðning.

Þetta er ekki um það hver hreyfir sig mest heldur viljum við hvetja ykkur öll til að bæta við ykkur hreyfingu.

Hvort sem þið hafið verið á fullu eða ekki gert neitt þá er hreyfing grunnurinn að andlegri vellíðan.

Aukum gleði í samfélaginu og SLÖBBUM okkur í átt að meiri gleði.

Það er æðislegt ef þið getið hjálpað okkur að dreifa gleðinni og setja myndir ásamt hlekk á www.visir.is/slobbumsaman inn á vefsíðu félagsins þíns, Facebook-síðuna eða hvar sem er.

Og líka taka þátt og hvetja aðra til að taka þátt.

Kynninga á verkefninu

Slöbbum saman!

UMFÍ