Trommunámskeið í Afrískum trommum dagana 4.-5.nóvember í Leikskála

Tónskóli Mýrdalshrepps kynnir
 
Trommunámskeið í Afrískum trommum dagana 4.-5.nóvember í Leikskála, kennari: Cheick Ahmed Tidiane Bangoura.
 
Mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember verða í boði hóp trommunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna í Leikskála með tónlistamanninum og trommukennaranum Cheick Ahmed Bangoura.
Hann er frábær tónlistarmaður og listrænn stjórnandi FAR Fest Afríka.
Tveggja daga trommunámskeiðin kostar 2.000 kr. á mann. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á tonskoli@vik.is með nafni og kennitölu. Þið þurfið að borga með peningum til Cheick eftir námskeiðið.
Cheick mun kenna afrískan ryþma og grunnkenningu á djémbé trommu, hvernig trommurnar samspila og tala saman. Hann mun einnig kenna hljóðin sem koma frá trommunni og hvernig músíkin verður til með djémbe trommunni.
Markmiðið er að auka skilning á afrískum trommu slætti og rítma í afrískri tónlist. Nemendur munu læra grunninn á djémbé trommunni, hvernig á að tromma, taktinn og hlustun. Þeir munu einnig finna sinn rítma í sjálfum sér.
Um trommukennara: Cheick Ahmed Tidiane Bangoura er stofnandi og listrænn stjórnandi FAR Fest Afríka, sem hefur verið haldið árlega frá árinu 2009. Cheick er trommukennari að mennt og lærði hjá Moustapha Bangoura. Sömuleiðis er hann danskennari og meðeigandi hjá Dansskólanum Bagatae. Cheick hefur leikið með fjölda íslenskra hljómsveita og tekið þátt í fjölmörgum hátiðum og tónlistarverkefnum. Síðast en ekki síst hefur hann leikið í hljómsveit á congo trommum í óperuballetinu “Ævintýrið um norðurljósin” eftir Alexöndru Chernyshovu, sem var frumsýnt í Norðurljósasal í Hörpu árið 2017.
Tímar fyrir námskeið:
Mánudagur - 4. nóvember
18:00 - 19:00 – trommuhópnámskeið fyrir börn
Hlé
19:30 - 20:30 – trommuhópnámskeið fyrir unglinga og fullorðna
Þriðjudagur - 5. nóvember
18:00 - 19:00 – trommuhópnámskeið fyrir börn
Hlé

19:30 - 20:30 – trommuhópnámskeið fyrir unglinga og fullorðna