Skólasetning Víkurskóla fór fram í dag fimmtudaginn 26. ágúst. Að venju fjölmenntu foreldrar/forráðamenn með sínum barni/börnum. Í vetur stunda 56 nemendur nám við skólann í fimm námshópum. Skólinn fékk góða gjöf í dag þegar Kvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum Kitchen aid hrærivél. Aldeilis góð viðbót við búnað skólans sem nýttur er til heimilisfræðikennslu. Við sendum kvenfélaginu kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Það er ánægjulegt að segja frá því að smíðakennsla fer af stað í skólanum eftir 6 ára hlé og er mikil ánægja og tilhlökkun með að það varð veruleika. Nýtt skólaár er nýtt upphaf og skólasamfélagið horfir björtum augum fram á veginn.